1, 2, 3 hættu.....

....að telja þetta er ég - segir í slagara Halla (á fjárlögum) og Ladda.

Jújú málið er alvarlegt, en held að fólk eigi að þakka fyrir að ekki var búið að hleypa af. Það kannski segir okkur að einhver hafi fengið "vitið" á síðustu stundu. Fyrir það ber að þakka -  ekki satt?


mbl.is „Þingmenn slegnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert sérstaklega ef þetta var meðal þeirra hluta sem var kastað í þingmenn og aðra í kringum þá.

Ég tel það afar hættulegt að kasta randkveiktum byssukúlum (eða vissulega að kasta skotum almennt), það er aldrei að vita nema skotið hleypi af við það að lenda fast á hörðum hlut eins og gangstétt eða húsvegg.

Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 15:10

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er blindni ráðandi stjórnvalda svo hrikalega mikil, að það þarf skothríð og fórnir á mannslífum til að vekja dauðyflis og sofandahátt stjórnvalda og almennings á svika-ránum fjármálastofnana/lífeyrissjóða/banka og því óréttlæti sem viðgengst í dómskerfinu á Íslandi?

Ég er ekki hrædd við að deyja, en ég er hrædd við að lifa við vonlaus kjör og réttarlaust mafíu-klíku-ríki, sem Ísland er.

Og þannig hugsa fleiri en ég í dag.

Margir taka ómakið af stjórnvöldum, og fyrirfara sér sjálfir, svo stjórnvöld þurfi ekki að framkvæma aftökuna, með auknum sköttum á öreiga, kaupmáttarskerðingu og niðurskurð á þjónustu.

Við skulum bara horfast í augu við staðreyndirnar!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.10.2011 kl. 15:47

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

....og nú eigandinn búinn að gefa sig fram - missti þetta bara úr vasanum. Hasarinn enginn en heiðarleiki mannsins að gefa sig fram honum til sóma.

Gísli Foster Hjartarson, 4.10.2011 kl. 16:01

4 Smámynd: Landfari

Gísli, hættu að telja kom nú á efti 1 en ekki 3. Enda tilheyrði þetta "ég" manni sem barðist við bófa og ræningjaflokk en ekki stjórnmálamönnum sem virðast gera verið þrefaldir í roðinu ef því er að skipta.

Landfari, 4.10.2011 kl. 16:18

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hahaha - mikið rétt Landfari ég biðst afsökunnar á þessu!

Gísli Foster Hjartarson, 4.10.2011 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband