Ber að fagna eða......

Jújú víst var karlinn ekkert lamb að leika sér við. En hvað tekur við? áframhaldandi blóðsúthellingar? Friður? Betra líf fyrir íbúa Líbíu? Eigum við núna eftir að horfa á eitthvert stórveldanna reyna að koma sínu fólki í áhrifastöður þarna? Hrekur þá ekki allt fljótt aftur í sama gírinn?  Hverjir munu berjast um feitustu bitana?

Fær lýðræðið frið til að þróast þarna á eðlilegan og sanngjarnan hátt?  ....æi þó ég vona að svo verði þá hræðist ég að það verði ekki niðurstaðan - sorrý


mbl.is Staðfesta dauða Gaddafis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

sælir,  það eru margir á vesturlöndum sem eru í þínum sporum.  fá aðeins að vita hlið evrópusambandsins í gegnum fjölmiðlana á vesturlöndum.

Líbía er gjaldþorta í dag, þar sem rúm 80% af innkomu ríkisins fyrir innrás nato skila sér ekki í ríkiskassan lengur.  Líbía var langtum ríkasta land afríku síðustu tuttugu ára.  heilsugæsla og menntunarstigið var á allt annari hillu en gerist vanalega í afríku.

hvað gerist veit engin....en ef þessi rúmlegu 80% af venjulegri innkomu ríkisins fara ekki að skila sér í ríkiskassan á næstu mánuðum, þá er illt í efnum fyrir fólkið í landinu.  en Nato sprengdi lífsgæði fólksins í Líbíu aftur um 50 til 60 ár aftur í tíman.  og svo á eftir að sjá hvort hinir sundurleitu og fjölmörgu stríðsflokkar og islamistar uppreysnarmanna geti unnið yfir höfuð saman.

el-Toro, 21.10.2011 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband