Sjúkt ástand

Held að ég geti nú ekki lýst þessu öðruvísi en sem sjúku ástandi, sjúkri hegðun og dómgreindarskorti á háu stigi. En hvað veit ég? Ég er bara anægður að á málinu skuli hafa verið tekið og að þetta skuli vera niðurstaðan. Oft heyrir maður af svona hlutum, svona "hrekkjum" og er þá yfirleitt um eitt og eitt til fallandi atriði en ekki heilubækurnar af athæfum gagnvart sama einstaklingnum. Skal reyndar viðurkenna að ég veit um aðila sem fengu að heyra og upplifa illa meðferð í þessa átt á sinni lífsleið - endirinn varð sjálfsmorð  - ekki skemmtilegt að hafa það á samviskunni og burðast með til grafar. Léttir á sálartetrinu kannski örlítill af því að eftirlifandi skyldmenni fluttu úr byggðarlaginu og því lítil sem engin hætta á að hitta skyldmennin á götum úti.

 


mbl.is Níddust á 13 ára dreng í veiðiferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér hef ég setið í nokkrar mínútur og reynt að finna réttu orðin til að skrifa um þetta viðbjóðslega mál og þá sjúku ræfla sem að því koma, en mig hreinlega setur hljóðan.

Aftur á móti hrósa ég héraðsdómi fyrir að taka á þessu, þó svo mér þyki dómurinn að sjálfsögðu heldur mildur, enda ekki vott af iðrun að greina hjá gerendum.

Jón Flón (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 13:12

2 identicon

finnst líka að dómurinn hefði mátt vera þyngri, þetta hefði verið tækifæri til að setja vissan stöðul í svona málum og sýna öðrum níðingum að það er ekki tekið á svona löguðu með vettlingatökum.  En svona er réttarkerfið og ´líklega ekkert við því að gera. 

Það er viss huggun að vita að þessir menn eru núna komnir á sakaskrá, vona bara að þetta haldist þar skráð alla þeirra ævi.

Guðrún (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 19:35

3 Smámynd: Hörður Halldórsson

Gott að strákurinn kærði.

Hörður Halldórsson, 15.11.2011 kl. 20:11

4 identicon

Að halda 13 ára gutta út yfir borðstokk kallar á spekúleringar um það hvort slíkir skipsmenn ættu ekki skilið eins og einn kjöldrátt. Smella því í dómskerfið.

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 21:12

5 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Mér þykja þessir dómar allt of léttir. Svona níðingum á að stinga í tugthús, ekkert minna. Hvers kyns óþokkaskapur gagnvart börnum er með öllu ólíðandi og á að refsa „feitt" fyrir.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 15.11.2011 kl. 22:49

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Langt síðan ég man eftir því að það hafi svo margir orðið pirraðir yfir einhverju í samfélaginu. Maður býður bara eftir því að nöfn manna og báts birtist!!!! ...hef ekki séð það enn.

Gísli Foster Hjartarson, 16.11.2011 kl. 08:00

7 identicon

Hvers vegna skyldi vera "nafnaleynd" yfir þessari frétt?

Eiginlega finnst mér að svona "grínistar" eigi skilið  að komast í blöðin!

Agla (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband