Var ekki spurður en........

....já já er alveg til í að flytja til útlanda sé örugg vinna til tveggja ára til staðar, til að byrja á. Auðvitað vill fólk flytja úr landi. Hvað erum við annað en 300 þúsund manna fleki á reki? Höfum alltaf verið það en í ákveðnum doða töldu vissir menn þjóðinni trú um að seglin væru upp og vindáttir hagstæðar - gerðu sjálfa sig breiða og þóttustu mikilvægari en áhöfnin - my arse.

Nú rekur okkur út og suður og í þau skipti er við sjáum til lands rekur okkur aftur frá landi og ekkert lagast. Fullt af þjóðum sem sjá okkur á radarnum hjá sér en vilja ekki taka okkur í tog nema að litlu leyti. Ástæðan? jú hún er sára einföld um leið og þeir henda til okkar spotta þá kasta þeir er þykjast ráða honum til baka. ..........mikið af fólki hefur séð þetta og lagt til sunds og reynt að bjarga sér - er einhver hissa þó að fleiri íhugi það?


mbl.is 40% vilja flytja til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Ég er nú hissa á því að þetta hlutfall sé ekki hærra en raun ber vitni. Maður er náttúrlega með algjört óbragð í munni, vitandi í hvað síhækkandi skattgreiðslur frá manni fara í næstu árin. Auðvita á enginn núlifandi íslendingur að láta þetta yfir sig ganga.

Dexter Morgan, 17.11.2011 kl. 16:09

2 identicon

Ég er nú mest hissa á hversu margir eru "thinkers" og fáir "doers" í þessu landi eða? Það eru engin geimvísindi að flytja úr landi svo hvað stoppar fólk? Ég ættla að leifa mér að efast um niðurstöðu könnuninar, þótt að fólk hafi mögulega hugsað um að flytja þýðir það ekki að það vilji flytja enda er Ísland þrátt fyrir allt besta land í heimi og kemur alltaf til með að vera það.

Högni (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband