Aumingjar á hverju strái?

Hvað gengur eiginlega orðið á í þessum 120 þúsund manna bæ sem kallast höfuðstaður Íslands? Það líður vart sá dagur að ekki sé eitthvert fjörið í gangi fyrir lögregluna. Þetta er orðið með ólíkindum. Hafa menn borið þetta saman við bæi af sömu stærðargráðu annars staðar á jarðskorpunni? Þetta er líka allt orðið eitthvað svo hömlulaust þetta fjör.  Vona að okkar ágæta lögreglulið uppræti þetta allt sem fyrst, eins og þeirra er von og vísa. Vil ekki eiga það á hættu að vera skotinn þegar ég kem þarna eftir 2 vikur!!!!

Datt nú fyrst í hug að menn væru þarna að taka upp mynd svona án þess að láta vita af því en svo virðist ekki vera.

Ætli þetta verði næst?

Var fastur í umferðarteppu á Sæbrautinni þegar maður bankaði á rúðuna hjá mér. "Hvað er í gangi," spurði ég.
"Hryðuverkamenn eru búnir að ráðast inn í Alþingi og halda öllum þingmönnum þar gíslingu," sagði maðurinn. "Ef þeir fá ekki 100 milljónir fyrir klukkan 8 munu þeir hella bensíni yfir alla og kveikja í. Við erum þess vegna að banka hérna á og safna framlögum."
"Og hvað eru menn að gefa í þetta ?" spurði ég.
"Sirka 10 lítra"

 


mbl.is Handtökur vegna skotárásar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sorglegt ástand. En brandarinn er góður!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.11.2011 kl. 09:49

2 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

Eins leiðinlegt og það er að segja það, þá er megnið af þessu auknu ofbeldi í undirheimunum erlendu áhrifum að kenna.

Ég er ekki að segja að Íslendingar séu ófærir að fremja glæp eða að allir útlendingar séu forhertir glæpamenn en það er staðreynd að fíkniefnaheimurinn erlendis er þekktur fyrir mun aukinni hörku heldur en við erum vön hér í dag. Þar hugsa menn ekki sér tvisvar um að láta skotvopnin tala.

Í dag hafa einstaklingar úr þessum heimi sloppið inn í okkar land og vilja taka yfir markaðinn hérna. Þeir taka með sér þekkingu til að framleiða amfetamín sem er með verstu eiturlifjum sem þekkjast í dag. Heilu þjófagengin hafa komið sér upp hérna til að ræna úr Íslensku verslunum til að flytja út og selja og dugar að nefna Skartgriparánið og búðarhnupls mæðgurnar sem nýleg dæmi.

Fangelsin okkar hafa fyllst af forhertum glæpammönnum sem kynna sig fyrir íslenskum föngum og mynda ný sambönd meðan þeir sitja inni. Til eru mörg dæmi þar sem fólk eru í raun hættulegri eftir að hafa setið inni.

Mögulega þarf að herða innflytjenda-eftirlitið til að hægt væri að skoða glæpasögu útlendinga sem flytja hingað inn. Við þurfum einnig strangari reglugjöf og aukna fjárveitingu til lögreglunnar. Þá þurfum við að rannsaka möguleikann á hvort að hægt væri að flytja út þá glæpamenn sem nást hér til þeirra ríkja sem þeir komu frá, til að sitja dóm sinn þar. Til þess þarf að opna viðræður við þau lönd sem við fáum flesta glæpamenn frá.

Og svo þarf náttúrulega að passa að fara ekki með þetta í neinar öfgar. Þetta er erfið lína sem við þurfum að fylgja.

Einar Örn Gissurarson, 19.11.2011 kl. 15:35

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

GTA: Reykjavík!

Þetta verður ekkert mál - skjóttu bara á móti.  Dalai Lama ráðleggur það amk.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.11.2011 kl. 19:01

4 identicon

Nú liggur á, að stjórnvöld skerði framlög til lögreglunar enn meir en gert hefur verið.

Það er alveg ótækt að þeir geti brugðist við innan 2ja tíma !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 19:10

5 Smámynd: corvus corax

Það er ekki nóg með að ríkisstjórnin greiði götu hvítflibbaglæpamanna eins og kostur er, heldur sker hún líka miskunnarlaust niður útgjöld til lögreglunnar svo götuglæpagengin eigi líka auðveldara með að athafna sig.

corvus corax, 20.11.2011 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.