Skandall

Þessi listi er hreinn og klár skandall. Hvar er Kjartan Vídó? Trúi því ekki að það séu svona margir honum fremri. Kemur mér ekki á óvart þó DO sé þarna í efsta sæti. Kemur mér heldur ekkert á óvart að Elliði bæjó sé þarna - hann hittir stundum vel á plankann, enda fyrrum starfsmaður í íþróttamiðstöðinni í Eyjum. Hann á það til að detta á svipaða línu og DO. En það verð ég að segja að ekki hefur nú úrvalið verið mikið ef að bæði Bjarni og Hanna Birna eru á þessum lista - bæði frekar þurr á manninn sem ræðumenn. Þó mér hafi á stundum fundist DO ekki á réttu línunni í ræðu sinni þá hentaði inntakið vel í þeirri hjarðhegðun sem þarna virðist hafa verið.

Í megninu af því sem ég hef heyrt frá þessum fundi fór mikill tími í að tuða um hve arfaslakir aðrir flokkar eru en samt var ekki mikið um að fólk kæmi fram með eitthvað bitastætt til að hreyfa við hinum almenna borgara - þetta er allt saman en mikið til sama tuggan hjá þessu pólitíska liði, alveg sama hvaða flokksmerki fólk er með í barminum.


mbl.is Völdu Davíð ræðumann landsfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sjálæfstæðismenn eru stöðugt að benda á, í fjölmiðlu, í sölum Alþingis og annars staðar, hvað helferðarstjórnin er að gera vitlaust og hvernig ætti að gera hlutina öðruvísi. Ræður flokksmanna á Landsfundi þurfa ekki að fjalla um um slíkar úrtfærslur í smáatriðum.

Störf landsfundarfulltrúa í hin um ýmsu nefndum fundarins, kryfja þau mál til mergjar og nefndirnar skila svo áliti sínu og fundurinn í heild markar stefnuna í megin atriðum.

Lýðræðið í sinnu fegurstu mynd.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2011 kl. 20:54

2 identicon

Hefði þá ekki verið yfirdrifið nóg af leyfa Davíð að halda sína ræðu inni í einni slíkri nefnd ;)

Jórunn Einarsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 20:59

3 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það er venjan að ef fyrrverandi formenn biðja um þá er þeim leyft að ávarpa fundinn. Davíð mæltist mjög vel og á fyllilega skilið að vera útnefndur. Orð Fostersins eru eins og annar kjaftavaðall andstæðinga flokksins og væri betra ef menn reyndu að hafa í frammi málefnalega gagnrýni. E.t.v. er eðlilegt að andstæðingum flokksins sé ekki vel við það hve landsfundurinn var glæsilegur og tókst vel.

Skúli Víkingsson, 20.11.2011 kl. 23:07

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Skúli minn minntist bara ekkert á landsfundinn sérstaklega í þessari færslu furðaði mig bara á því af hverju vinur minn Kjartan Vídó var ekki á meðal efstu manna. Það má hver sem er ávarpa fundinn mín vegna en ég sem skráður meðlimur í flokknum ætlast til þess að menn séu málefnalegir, þó þeir séu fyndnir. Það er gott til þess að vita að fundurinn  tókst vel Skúli - en bara niðurstaða kosningar til formanns hryggir mig. Hefði talið að hin útkoman hefði verið sterkari út á við.

Gísli Foster Hjartarson, 21.11.2011 kl. 08:13

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held að það sé rétt hjá þér Gísli, að "hin útkoman" hefði verið sterkari fyrir vinsældir flokksins í skoðanakönnunum á næstu mánuðum, en ég er efins um að hún væri sterkari til lengri tíma litið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.11.2011 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband