21.11.2011 | 09:33
Að sjá með sínum augum!
Björn Valur hefur verið vel vakandi um helgina. Enda sigurvegari í lygaleiknum sem Steingrímur J stýrði á landsfundi VG um daginn að sögn Davíðs Oddssonar. Björn Valur sem sagt en á tánum og kastar nú landfestum í átt að Íhaldinu. Gaman verður að sjá hvort einhverjir þar taka í spottann og reyna að kasta til baka, já eða toga til sín. Hefur Björn Valur ekki nokkuð til síns máls þarna? .....eða er hann bara úti á ballarhafi og ekkert að frétta?
Stefnulaus og þverklofinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli Björn Valur ætti ekki bara að byrja á því að líta í eigin barm, áður en hann fer að úthúða öðrum af sama sauðahúsi og hann sjálfur? Pólitíska spillingar-sauðahúsið hýsir ekki margar ærlegar sálir, eftir því sem best verður séð.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.11.2011 kl. 09:49
Já það er ekki laust við að Björn Valur sé að fara á límingunum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.11.2011 kl. 10:31
Björn Valur óttast hið óhjákvæmilega. Valdalaust VG næstu áratugina eftir næstu kosningar.
Jón Óskar (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.