Standardinn slakur (Standard & Poor)

Eigum við eitthvað að vera ða taka mark á þessum jeppum? Hér er grenjað og gólað á hverju götuhorni yfir því hve ástandið er skelfilegt og þá koma þessir jeppar með þessa yfirlýsingu - sérstakt?

Samt rétt að benda á að á sama tíma og hér er grenjað og gólað - er spjaldtölva jólagjöfin í ár. Uppselt í utanlandsferðir. Uppselt á Todmobile, Uppselt á jólatónleika og jólahlaðborð....og ég veit ekki hvað.  Hér í Eyjum gantast menn, já og konur, með að þeir sem séu að missa sig í allri þessari þáttöku séu ða nokkru leyti þeir sem hafa fengið skuldir sínar niðurfelldar!!!! Oft vegna tengsla við kerfið eða annars ámóta. Fyrir jólin í fyrra var því kastað fram að fólkið hamstraði miða á jólatónleika og slíkt en mætti síðan á mánudeginum og mótmælti fyrir utan Alþingi og krefðist niðurfellingu skulda!!!!

Ég veit ekki hvað skal halda en vona að sem flestir séu í góðu skapi.


mbl.is Batnandi horfur að mati S&P
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Og stefnir í grenjandi jólaverslun í des að mati kaupmanna. Eins gott að það er kreppa annars væri ástandið skelfilegt.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.11.2011 kl. 18:58

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Jón Ingi það er sérstakt andrúmsloftið á skerinu.

Gísli Foster Hjartarson, 23.11.2011 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband