Ja hérna hér......

Menn að vakna? Frábært að sjá menn eins og Árna í forsvari þarna. Ég held því nú fram að hann sé ein af ástæðunum fyrir því að svona er nú komið fyrir okkur í þessum blessuðu ferjumálum. Hér fór hann, já og fleiri, mikinn og heimtuðu jarðgöng hér á milli og ég veit ekki hvað. Öll sú umræða skaðaði stöðu okkar í að fá nýtt skip. Reyndar svo að sumir á fastalandinu brostu út í annað. Já menn fengu Landeyjahöfn, ekki enn fullkláraða þó, en ekkert er nýtt skipið, eins og talað var um að kæmi með höfninni. Kannski sem betur fer því höfnin er ekki að virka sem skyldi og það er ég hræddur um að ferja eins og hugsuð var. hefði lítið að gera í siglingar í stórsjó til Þorlákshafnar, eins og oft var síðasta vetur.

En kannski eru menn nú að átta sig á þessu - en samt vakna spurningar:

Á þetta að vera skip sem á að geta siglt til Þorlákshafnar ef Landeyjahöfn er lokuð?

Annað má mál sem hefði kannski átt að gera er að láta gera útboð í smíði dýpkunarskips fyrir Landeyjahöfn - án slíks skips, eða annars útbúnaðar sem dælt getur úr höfninni - verður höfnin ekki fær.

Klárum höfnina.

 


mbl.is Kaupi nýja ferju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er lang hagkvæmast að leggja fleiri varnargarða og út á meira dýpi og þá þarf ekkert dýpkunarskip og enga nýja ferju, en það eru víst fíflin sem fá að ráða eins og venjulega, enda er þessi höfn góður skandall um það.

Ferja sem ristir 3 m. fer ekki til Þorlákshafnar í slæmum veðrum.

Allavega vill ég ekki hafa minn bíl um borð.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 15:42

2 identicon

Sæll Gísli
Mikið er ég ósammála þér með að krafan um göng hafi skemmt fyrir okkur.  Ég held einmitt að krafan um göng hafi orðið til þess að menn fóru að skoða mögulegar samgöngubætur að einhverju ráði og síðan hugsanlega til að slökkva á þessari kröfu um göng, þá ákváðu ráðamenn að fara í framkvæmd í Bakkafjöru.  Bakkafjaran er að mínu mati algjörlega frábær samgöngubót og þvílík bylting frá siglingum í Þorlákshöfn.  Viðurkenni að það eru erfiðleikar nú vegna Landeyjahafnar en ef vilji er til þá held ég og trúi að við eigum eftir að yfirstíga þá erfiðleika og að Landeyjahöfn sé komin til að vera.

Egill (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband