8.12.2011 | 15:21
Er virkilega sáttur, en samt.......
Auðvitað á maður ekki að vera ósáttur við að menn eins og Mugison sé að gefa fólk tækifæri á að hlusta á sig frítt á tónleikum, en ég er samt ósáttur. Vil borga fyrir að sjá tónleika með góðum tónlistarmönnum. Þó svo að maður hafi fjárfest í diskunum hans þá finnst mér bara sjálfsagt að borga fyrir svona og legg til að kappinn bjóðist nú allavega til að taka við frjálsum framlögum við innganginn. Hvað hann gerir svo við það er algjörlega hans mál. En það er hellings kostnaður í þessu og það er nú algjört lágmark að ná inn fyrir slíku.
Hlakka samt ýkt til að komast að og berja kappann augum á tónleikum. Svo þarf náttúrulega Þjóðhátíðarnefnd að tryggja sér hann fyrir næsta sumar. Já eða tónleikar í Herjólfsdal á föstudegi í goslokahátíð.
Lifi Mugison
Mugison spilar líka á landsbyggðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki allt borgað af einhverjum fyrirtækjum fyrir hann,Harpa og það dæmi meina ég...hef enga trú að hann borgi það....frekar en B-Halldórsson og með "sína" tónleika.sem td N1 borgar,365 og fl...!!!!!!!
Engin að segja mér það að hann borgi 200 manns eða hvað margir koma að þessu plús húsnæði...
Nei ætli við borgum ekki,með hærra bensinverði og það sem við eyðum þar inni td hjá N1...sem ér er verulega óhress með...
Ætli td BÓ raki ekki saman seðlanna sem inn koma og setji á sinn reikn....
En er sammála þér hann hefði átt að hafa frjáls framlög,eða láta 1-2000 kosta inn og svo getað gefið í góð málefni td ef vill..
Já talaðu við hann og tryggðu Eyjamönnum hann með tónleikum:)
Kveðjur..
Halldór Jóhannsson, 8.12.2011 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.