Hvaða rugl er þetta eiginlega?

Eru ekki menn alltaf að tala um að hann sé saklaus? Til hvers í andskotanum á þá að láta málið niður falla þegar það er komið í þennan farveg? Er ekki margfalt betra að fá sýknudóm og ganga beinn í baki frá þessu öllu saman. Það er ég hræddur um. Það hlýtur að vera betri tilfinning heldur en að hafa það alltaf hangandi yfir sér að maður sé ekki saklaus. ....eða er þessu kannski öfugt farið ef maður er í pólitík?
mbl.is Málið gegn Geir verði fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vegna þess að einungis allra hörðustu vinstri menn og stjórnleysingar halda að hann sé sekur um að hafa valdið landinu skaða með gáleysi eða viljandi verknaði.

Kalli (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 18:24

2 Smámynd: Skúli Víkingsson

Sýkna eða sakfelling í pólitískum réttarhöldum er pólitík en hefur lítið eða ekkert með réttarfarsleg mál að gera. Óskandi að hægt verði að vinda ofan af þessu hneyksli sem þessi málaferli eru.

Skúli Víkingsson, 15.12.2011 kl. 18:35

3 Smámynd: Guðmundur Björn

Þetta er allt spurningum um nýtingu á skattfé almennings, sem okkar yndislegu stjórnamálamenn virðast vera skítsama um þegar þeir loks komast á þing. 

Guðmundur Björn, 15.12.2011 kl. 19:04

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ef þessi endleysa nær fram að ganga hjá sjálfstæðismönnum, er ljóst að enginn stjórnmálamaður ber pólitíska ábyrgð á hruninu og þeir sem gengt haf ráðherrdómi eru hafnir yfir lög.
Ráðherrum og alþingismönnum er semsagt ekki sjálfrátt og geta þar af leiðandi ekki borið neina ábyrgð og þar með ósakhæfir.

Jóhannes Ragnarsson, 15.12.2011 kl. 19:16

5 identicon

Með sömu rökum verður svo hægt að halda því fram að ef ekki tekst að ákæra alla útrásarvíkingana skuli þeir allir sleppa, því annað væri ósanngjarnt. Og svo er líka svo dýrt að ákæra allt þetta lið.

Leggjum niður embætti sérstaks, fjármálaeftirlitið og það allt saman. Skítt veri með þó einhverjir kunni að brjóta lög, við komum aldrei höndum yfir alla hvort eð er.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 19:20

6 identicon

Stuður þú pólitísk réttarhöld Gísli ?

Jón Óskar (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 12:49

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jón Óskar það átti að taka alla áhöfnina hún var ekki í brúnni þegar skipið strandaði - þetta lið þarna inni getur á hvort öðru tekið og endaði í að senda bara skipstjórann. En nú vilja menn meina að hann beri ekki ábyrgð á skipinu!!!  ....held að flestir með kommon sens myndu vilja fá nafn sitt hreinsað af því að hafa strandað þjóðarskútunni, en það er greinilega rangt - þannig sé ég þetta. - Þetta er góður punktur hjá Sigga hér að ofan.

Gísli Foster Hjartarson, 16.12.2011 kl. 15:26

8 identicon

Það sem er að bjarga þessari þjóð í dag er setning neyðarlaganna.  Nú hreykja núverandi stjórnvöld sér af því að hafa bjargað landinu.  Sá sem í raun gerði það þegar bankakerfið hrundi, situr nú fyrir landsdómi.  Bankakerfið var vaxið yfir þau mörk að stjórnkerfi landsins og eftirlitskerfi réði við.  Um þetta eru allir sammála.  Kannski má kenna Geir um það, en það er svona svipað og Maggi bæjó hefði verið tekinn til sömu meðferðar eftir Vestmannaeyjagosið að hafa ekki haft hraunvarnargarða fyrir Austurbyggðina.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 13:54

9 identicon

Og fyrst þið Sigurður eruð svona sammála, þá væri gaman að heyra hvað þið hefðuð lagt til að Geir Haarde hefði gert í sinni forsætirsráðherratíð, sem hefði afstýrt hruninu, og forðað honum frá pólitískum réttarhöldum.  Hlakka til að sjá svörin.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 13:56

10 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Maður líkir ekki náttúruhamförum við mannanna verk Jón Óskar. Hér var allt innra eftirlit orðið innantómt að því er virðist vera. Pólitísk ábyrgð þar er mikil. Geir verður ekki sakaður um allt en hann var skipstjórinn, tók nú reyndar við af tveimur sem ruddu brautina í þessu kæruleysi að vissu leyti. Ef skip strandar þá fara yfirleitt fram sjópróf og öllum þykir það sjálfsagt. Þá kemur oftast í ljós hvort um vanrækslu í starfi var að ræða eða ekki - það sama á við hér. Þess vegna skil ég ekki öll þessi upphlaup í kringum mál Geirs. Reyndar er ég þeirrar skoðunnar að fleiri ættu að standa í sporum Geirs en pólitísk samkenndog hagsmunir einstaklinga komu í veg fyrir það því miður. Skil ekki hvað þetta fólk hræðist - það er eins og það þoli ekki að störf þeirra og embættisfærslur séu skoðuð.

Gísli Foster Hjartarson, 19.12.2011 kl. 23:39

11 identicon

Gísli, það er grundvallaratriði hér að pólitískir andstæðingar eru ákæruvaldið.  Finnst þér það í alvöru í lagi ?

Jón Óskar (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 08:58

12 identicon

og jú það má líkja því sem hér gerðist við náttúruhamfarir.  Þú svaraðir ekki spurningunni um hvað Geir hefði átt að gera og hvað hefðu FME og SÍ átt að gera tili að stöðva eigendur bankanna og stjórnendur ? 

Jón Óskar (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 09:00

13 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Var eftirlið hjá FME og öðrum að virka? Nei klárlega ekki. Undir hvern til heyra FME og SÍ? á öllum þessum stöðum áttu viðvörunarbjöllur að klingja löngu áður en stormurinn skall á. Held að þjóðin hefði sent Geir sömu leið og þingið, en þjóðin hefði ekki hlíft þeim sem hlíft var. Hverjir áttu að ákæra? forsetinn? ég og þú? Það er enginn að segja að allt sem karl anginn gerði hafi verið rangt. Nú verður lagt mat á hvort einhver misbrestur var á störfum hans - ég sé bara ekkert að því. Ef hann er eins hreinn og beinn og menn vilja meina þá mun hann standa beinn í baki á eftir - alveg sama hvað hver segir - hinir munu altaf vera á svarta listanum, ja allavega hjá mér - já og fleirum.

Hrunið gátu menn séð fyrir - Heimaeyjargosið var erfiðara að áætla enda ekki mannanna verk, hrunið er það klárlega. En við skulum ekki gleyma að þessar fjármála öfgar haldast í hendur nánast í kringum hnöttinn. EN sjáðu lönd eins og Svíþjóð þar sem álíka rugl hafði gerst áður þar notuðu menn tækifærið stokkuðu upp settu í leka og taka á mönnum, hér hefur það aldrei tíðkast enda við kunningjasamfélag

Gísli Foster Hjartarson, 20.12.2011 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband