22.12.2011 | 05:11
Nei hættið þið nú alveg
Jújú Úrúgvæar eru mínir menn í heimsboltanum - þegar kemur að svona sparkmótum, ekki spurning. Hafa verið það síðan ég las mér fyrst til um þessa litlu sparkþjóð fyrir rúmum 30 árum. Mögnuð knattspyrnuþjóð. En þarna held ég að menn séu að ganga kannski aðeins of langt, þó ég undrist kannski ekki að þeim finnist dómurinn harður, eins og mér reyndar finnst líka. Kannski er þetta framtíðin heilu ríkisstjórnirnar gagnrýna leikbönn ......svo vítaspyrnudóma, aukaspyrnur og innköst!!! Ekki bara ílandsleikjum sinnar þjóðar heldur líka þegar leikmenn með þeirra ríkisfang fá á baukinn á erlendri grundu!!!!
Hver ætli stefna ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sé í svona málum?
Ríkisstjórn Úrúgvæ býður Suárez stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tja. Það merkilegasta við þetta er að Evra er ekki ákærður í þessu máli. Svona burtséð frá bullinu frá FA....
Jón Ingi (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 16:53
Hann er auðvitað ekki íslendingur (því miður), þannig að okkar íþróttamálaráðherra fer varla að gefa út yfirlýsingu. En segjum sem svo að Heiðar okkar Helguson, sem er eðalnáungi í alla staði, myndi kalla Evra "náunga" ótt og títt. Evra myndi taka því sem kynþáttaníð og Heiðar yrði dæmdur í 8 leikja bann. Myndum við ekki ætlast til að okkar íþróttamálaráðherra myndi leggja sitt lóð á vogarskálarnar?
Annars væri fínt af FA að gefa út nánari rökstuðning á sínum dómi.
Rúnar G. (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.