25.12.2011 | 15:13
Skemmtilegt jólaboð!!
Það verð ég að segja að þetta er með skemmtielgri hugmyndum að jólaboði sem ég hef heyrt. Hafa bar opið og fjölskyldan kemur saman og á góðan og gleðilegan dag - glæsilegt. Jólakveðjur til Soffíu og fjölskyldu. Það skal reyndar tekið fram að við ákváðum eftir engar vangaveltur að hafa lokað íprentsmiðjunni í dag og á morgun en verðum svo mættir kátir til vinnu á þriðjudaginn.
Vona að allir eigi sem ánægjulegastan dag í dag - hvar og hvernig sem þeir kjósa að eyða honum. Njótið þess að hafa þá sem ykkur þykja kærastir hjá ykkur ef sú er raunin. Ef ekki sendið þeim þá góða strauma - þeir komast til skila, þekki það af eigin raun.
![]() |
Fjölskyldan við búðarborðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.