9.1.2012 | 16:31
...og Rooney slapp!
Rautt, gult eða ekki neitt? Endalaus umræða um það svo mikið er víst. En athyglisvert þótti mér að Rooney fékk ekki einu sinni tiltal fyrir að gefa í skyn að Kompany ætti að fá spjald. Hélt að menn væri komnir í þann gír að spjalda fyrir það! En hann slapp og liðið hans vann og því fá þeir að fara í kaffi á Anfiled.
Rooney: Ég rak hann ekki útaf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
...og Mancini slapp!!!
Hvað meinarðu? Ætti hann ekki að sýna nein svipbrigði þegar leikmaður hins liðsins, fer í stórhættulega tæklingu, og skv. bókinni er þetta rautt spjald, og ekkert annað að gera. Eina sem kom í veg fyrir að honum tókst ekki að stórslasa manninn, er vegna snerpu Nani.
....reyndar hlýtur Mancini að fá feita sekt og mögulega bann fyrir þessi ummæli sín.
Scholes (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 17:29
Og ÞETTA voru BARA svipbrigði?
http://www.101greatgoals.com/gvideos/vincent-kompany-red-card-v-manchester-united/
Spurning um að taka niður þykku gleraugun áður en þú skrifar svona vitleysu Scholes.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 18:51
Liverpool bíður þeim uppá KAFFITÁR frá Reykjanesbæ,það er bara spurning hvernig bragð:)
Halldór Jóhannsson, 10.1.2012 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.