11.1.2012 | 20:15
Ótrúlegt hreint út sagt
.......er sammála þessari setningu Marðar:
.......... Það erum við sem erum að ganga í Evrópusambandið, ekki Evrópusambandið í okkur.
Ekki það að við séum endilega komin í ESB en það væri sérstakt ef að þeir færu að sveigja af leið til að þóknast okkur um of. Það erum jú við sem sóttum um viðræður við þá. Meirihluti þjóðarinnar vill klára viðræðurnar, leyfum því ða gerast þá koma allir þessir hlutir í ljós áður en við greiðum atkvæði um aðild eða ekki aðild. .....Hér eru menn endalust með einhverja stórstorm í tebolla, eins og það er þreytandi fréttamennska.
ESB ekki að sækja um á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þessu.
Sjáum samninginn og kjósum svo.
Þó að NEI sinnar eru hræddir við of góðann samning :)
Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 22:45
Þetta er RANGT hjá þér, Gísli: "Meirihluti þjóðarinnar vill klára viðræðurnar."
MMR-kannanir sýna, að svo er EKKI.
ALLAR kannanir sýna, að þjóðin vill EKKI GANGA Í Esb.!
Fréttablaðskannanirnar hafa fengið falleinkunn hjá félagsfræði-prófessor, sem ræddi þessar kannanir í þaula á Rás 2, síðdegisútvarpinu, í vetur.
Þú þarft að kynna þér málin betur.
Þar að auki ætlar Esb. sér að dæla hér inn hundruðum milljóna til áróðurs á seinni metrunum í þessu ––– blekkja þjóðina með yfirþyrmandi áróðri, enda fullur vilji þar til að innlima okkur.
Reyndu að skilja þetta, þótt seint sé.
Jón Valur Jensson, 12.1.2012 kl. 04:01
Lestu betur fréttina, sem þú bloggar hér um. Þar áttu að sjá það eins og aðrir bloggarar, t.d. Jón Baldur, að lög Evrópusambandsins yrðu hér æðstu lög (eins og ég hef margsinnis verið að minna menn á með skrifum mínum).
Hvað á að kalla þá menn, sem vilja ekki, að við ráðum lengur æðstu lögum fyrir landið? Eðlilegri spurning væri reyndar: Hvað á að gera við það þing, sem þannig hugsar og starfar? Er ekki kominn tími til að senda það heim og efna til nýrra kosninga?
Það þarf að lofta hér út. Þingið var ekki kosið til að leggja okkur inn í evrópskt stórveldi 43 prósenta af Evrópu, þar sem raunar ÁTTA aflóga nýlenduveldi (þá er Svíþjóð og Danmörku sleppt í talningunni) munu ráða 70,39% atkvæðavægis í ráðherraráði og leiðtogaráði Evrópusambandsins, en hin 19 ríkin, flest saklaus af nýlendustefnu, munu ráða þar 29,61% atkvæðavægi! Ísland fengi þar 0,06% atkvæðavægi !
Jón Valur Jensson, 12.1.2012 kl. 04:12
ESB lög eru æðri eingöngu á afmörkuðum sviðum.
Alþingi mun setja langflest lögin.
Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 08:34
Þvæla. Þið vitið hreinlega ekki neitt um þetta Sl.+H., ekkert meira í ykkar haus um þessi löggjafarmál en venjulegur hamar og sleggja.
Jón Valur Jensson, 12.1.2012 kl. 08:57
Jón Valur
Það eru mismunandi skattar í ESB. Áfengislögin eru mismunandi á milli landa. Lög um eitulyf, mannsal og kynslífsþjónustur eru mismunandi á milli landa.
Það er ekki samræmt lagakerfi í öllum ESB löndunum. Að halda því fram er einfaldlega lýgi.
Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 09:05
Í Þýzkalandi setur löggjafarþingið, Bundestag, um 20% af lögum sem gilda þar í landi, en Evrópusambandið 80%. Í Berlín eru 600 þingmenn, nær tífalt fleiri en á Íslandi, og setja margfalt fleiri lög en við hér heima. Okkar hlutfall lagasetningar yrði þá sennilega minna en 5%, en Evrópusambandsins yfir 95%.
En það er ekki allt og sumt. Samkvæmt aðildarsáttmálum (sem eru fyrirliggjandi í öllum aðalatriðum – koma ekki eins og óvæntur skrattinn úr sauðarleggnum eða kanína upp úr hatti galdrameistara eða "samningamanna" í lok "viðræðna") skulu öll "regional law" (lög landanna sjálfra) VÍKJA fyrir Esb-lögum, ef þau samrýmast ekki hvert öðru. Sem sé: Lög Esb. hafa forgang, hin verða 2. eða 3. flokks lög, sjá HÉR. Túlkunarvaldið um lögin – þ.e. hvort þarna sé um árekstur laga að ræða – er svo í aðildarsáttmálanum falið á hendur Esb., ekki hinum einstöku löndum né neinum gerðardómi milli þeirra.
Reyndar er rétt að tala um INNLIMUN, ekki "aðild að ESB".
Jón Valur Jensson, 12.1.2012 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.