Ömmi úti á túni!!!!

Er ekki alveg að fatta Ögmund. Jújú eflaust hefur hann viljað draga alla sem sem kosið var um fyrir Landsdóm - get alveg verið sammála því, svo sannarlega. EN að Alþingi hafi ekki staðið sig og látið öll fjögur fyrir Landsdóm, réttlætir í mínum huga ekki að það eigi nú að hörfa frá málshöfðun á Geir. Segir í raun meira um Alþingi en margt annað. Það að Ögmundi finnist skrýtið að aðeins skuli réttað yfir skipstjóranum þykir mér samt sérstakt. ....ég er ekkert viss um að Geir sé sekur en þarna er tækifæri til að fá það á hreint - ekki satt?
Það að Alþingi verði með annað yfirklór til að klóra yfir eigið klúður segir okkur ansi margt. Alþingismenn bera sem sagt enga ábyrgð á einu né neinu sem á sér stað. En samt þora menn ekki með það fyrir dómstóla!!!!

....ætli það verði réttað yfir skipstjóranum sem sigldi skemmtiferðaskipinu í strand? Jú pottþétt og það mun öllum þykja það sjálfsagt enda fór hann ógætilega. Hvað ætli Ögmundur segi um það?


mbl.is Rangt að ákæra Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef þú lest grein Ögmundar til enda sérðu að röksemd hans er ekki aðeins sú að rangt sé að ákæra Geir einan heldur að rangt sé að ákæra umrædda stjórnmálamenn yfirleitt enda eigi hrunið sér miklu dýpri rætur en svo að það megi rekja til aðgerða þeirrar ríkisstjórnar sem sat rétt áður en það varð.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.1.2012 kl. 09:08

2 Smámynd: Ómar Sigurðsson

Gísli. Þú er kominn yfir túnið og út í foraðið með þessu bloggi.

Ómar Sigurðsson, 17.1.2012 kl. 09:40

3 identicon

Í kjölfarið er réttast að leggja niður embætti sérstaks saksóknara og hætta þessum fjáraustri í einhverjar rannsóknir á meintum glæpum bankamanna og annarra fjármálamanna í aðdraganda hrunsins. Það er ljóst að aldrei verður hægt að byggja upp mál gegn þeim öllum og því óréttlátt að draga einn fyrir dóm frekar en annan.

Auk þess á hrunið sér miklu dýpri rætur en svo að hægt sé að rekja það til athafna einstakra manna sem vildi svo til að áttu hlut í bönkum rétt fyrir hrun.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband