18.1.2012 | 20:53
Eins og góður dráttur!!!
Byrjaði ágætlega, dalaði aðeins um miðbikið en svo kom góður stígandi og svo............. hviss bamm búmm - þvílík nautn!!! Alltaf gaman að sigra Skandinavíuþjóðirnar. Sérstaklega Norðmenn sem eigðu í kvöld möguleika á að vinna okkur en verjan sprakk og allt lak inn, að lokum. Frábært hjá okkar mönnum, heldur manni á tánum og áhugasömum um framhaldið. Gaman að sjá að Róbert var vel vakandi og í góðum gír. Kári vinur þarf þá reyndar að bíða en frekar eftir sínu tækifæri en það kemur.
Höfum allavega hundrað sinnum spilað betur en í kvöld, Norðmenn sennilega líka, en leikurinn gengur út á að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og í kvöld var það okkar hlutskipti. Verst að þekkja engan Norðmann til að hringja í !!!!!
Áfram Ísland - alla leð
Ótrúlegur endir og sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála frábær sigur.Þetta eru alltaf sætustu sigrarnir.Spurning um að bjalla í Stoltenberg.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 18.1.2012 kl. 21:12
Prufa
Sigurdur V Gudjonsson (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 00:34
Það er mikið rétt,þessi leikur var ekki góður en vannst samt.Vörnin var mjög götótt og markvarðslan af sama skapi enda fer þetta tvennt nánast alltaf saman.Sóknirnar voru tilviljunnarkenndar margar hverjar,en Aron var ansi góður og eru það mjög góðar fréttir.Róbert var geysilega öflugur og einfaldlega of líkamlega sterkur fyrir Normenn.Guðjón var góður að vanda og Þórir skilaði sínu,en á móti 6-0 vörn eiga hann og Guðjón að geta blómstrað.Ingimundur og Sverre eru sterkir í vörn,en geta betur.Arnór Atlason getur mun meir en hann sýndi í kvöld,því nú fannst mér hann virka einhæfur og auðlesinn.Það er vissilega ánægjulegt að hafa fagnað sigri nú,en margt má laga og okkur vantar tilfinnanlega stórskyttur í liðið.
Sigurdur V Gudjonsson (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 00:46
4-2 vörn átti ég við,en ekki 6-0 vörn.
Sigurdur V Gudjonsson (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 02:08
Þegar við vorum undir í seinni hálfleik, er ég viss um að strákarnir hafi breytt leiknum sjálfir. Vissulega tók Guðmundur leikhlé en hann sagði ekki Aroni að fara á miðjuna eins og hann gerði og skipti við Arnór. Þegar þetta gerðist breyttist leikur liðsins, svo mikið að allt annað lið virtist vera inná. Og við fórum á nokkrum mínútum úr 4 mörkum undir yfir í eitt mark yfir. síðan undir lokin, þegar norðmenn tóku sitt leikhlé þá sagði Gummi skýrt Arnór á miðjuna. Það er með hreinum ólýkindum að okkar allra besti maður Aron skuli ekki spila í sinni stöðu, á miðjunni. Þessi sigur var algjörlega strákunum að þakka, ekki því hvort Guðmundur er góður þjálfari.
Þórarinn (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.