Undirskriftarsöfnun?

Get ég skrifað undir? Er alltaf til í að skoða það að skrifa undir svona lista!!! En hvað er þetta með þjóðina og undirskriftalista? Endalaust verið að bjóða manni að skrifa undir hitt og þetta til stuðnings hinu og þessu.  ...veit einhver hvort það er í gangi undirskriftarlisti um að senda Alþingi í frí og velja af handahófi úr þjóðskrá 63 einstaklinga á sjálfræðisaldri til að taka að sér störf þingsins í 4 ár?
mbl.is Vill vantraust á Ástu Ragnheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er skynsamleg uppástunga hjá þér Gísli, þyrftu ekki einhverjir að ryðja þessu verkefni í framkvæmd, það væri vert að athuga þessa skoðun allavega lýsti Bandarískur prófessor því við hrunið hér á Íslandi að það væru allar líkur á að með þessari aðferð fengjust hæfari einstaklingar heldur en sátu á þingi þá og þetta gildir örugglega enn. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 15:01

2 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

sæll Gísli - það er kanski ekki vitlaus hugmynd að beita þessari aðferð við þingið, að valdir séu af handahófi viss fjöldi manna úr þjóðskrá til setu á alþingi - það mætti jafnvel hugsa sér að forsetinn skipaði fagstjórn sem framkvæmdi ákvarðanir þessa hóps..........

ég held hinsvegar að fjögur ár væri jafnvel í það lengsta og mætti hugsa sér að velja nýjann hóp á tveggja ára fresti, allavega þangað til að eitthvað vit væri komið í stjórnmálin hér á landi.......

svo má náttúrulega hugsa sér að vettvangur eins og "betra ísland" yrði virkari við stjórn landsins.....

Eyþór Örn Óskarsson, 22.1.2012 kl. 15:10

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Flott hugmynd. Ég myndi skrifa undir slíkan lista.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 22.1.2012 kl. 21:57

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sælir piltar Kannski verður svona listi í umferð fyrr en okkur grunar!!! Þegar þú segir það Kristján þá man ég eftir þessum ummælum þessa bandaríska prófessors. man að það fór fyrir brjóstið á ákveðnu fólki. Eyþór það má vel vera rétt hjá þér að þetta sé of langur tími 4 ár, myndum örugglega fljótt finna út úr því.

Gísli Foster Hjartarson, 23.1.2012 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband