Klárlega 3 góð ár - ekki spurning

Þessi síðustu þrjú ár hafa verið mjög góð. Held að það sé nokkuð sama fyrir hvort augað ég held, já eða hvort eyrað. Þetta hafa verið góð ár. Hverjum það er að þakka er ég ekki í nokkrum vafa um. Það koma nú ekki margir til greina. Ég á náttúrulega stærstan heiðurinn af þessu sjálfur. Er búinn að vera duglegur að æfa, undir góðri leiðsögn þó. Búinn að missa nokkur kíló. Farinn að haga mér betur. Horfi aðeins öðruvísi á lífið heilt yfir, þ.e.a.s. dreg vinstra augað aðeins meira í pung og tylli hægri fæti betur niður en þeim vinstri. Prentsmiðjan er enn á lífi, sem og Sjónvarpsvísir.  Það að þetta hafa verið mér góð ár hefur nákvæmlega ekkert að gera með þessa blessuðu ríkisstjórn eða fólkið á Alþingi.  ...þau fá klapp þegar þau eiga að það skilið.

Þetta hér er daprasti punkturinn við greinina sem ég set bloggið við: Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að þessi ræða sýndi að Magnús Orri hefði greinilega ekki notað Internetið á síðustu misserum og kynnt sér hvað hefði verið að gerast í Evrópusambandinu.

Greinilegt er að hagsmunagæslu- og styrkjasérfræðingurinn Guðlaugur Þór gerir sér ekki grein fyrir því að í flestum löndum Evrópu er staða heimilanna til reksturs mun skárri en hér á landi. Nú og ef svo er ekki þá ætti hann kannski að hætta þessu tuði og njóta þess hversu gott það er ástandið hér á landi!!! Hann ætti þá að njóta þess sem að honum tókst að skapa.

Ef hann er þeirrar skoðunar að krónan sé betri en Evran þá er hann enn úti á túni. Hér er það Evran sem heldur  þjóðinni á floti en ekki krónan. Styrkur Evrópur styrkir okkur það vita allir, er ansi hræddur um að hér myndi dökkna yfir ef að Evran tæki hraustlega dýfu

 

 


mbl.is Ríkisstjórn Jóhönnu þriggja ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband