Á ég að borga?

Ég get vel skilið að konur sem fá brjótspúða og hafa þjáðst af krabbameini eða öðrum kvillum fá smá aðstoð í þessari krýsu, þ.e.a.s. hafi þær þessa PIP púða (þetta PIP minnir mig á píp Óla Stef á ÓL í Kína!!!) En konur sem hafa farið í svona aðgerðir til þess að ganga í augun á mér og öðrum körlum, já eða konum, eiga þær ekki bara að leita réttar síns sjálfar? Hefði talið það eðlilegast en þú? Eða ætlum við að borga og fara svo í mál við lækninn/læknana? Já eða umboðsmann púðanna á Íslandi? Eða ætlum við bara að kyngja þessu og segja að íslenska eftirlitið hafi verið svo slæmt (eitthvað sem hætt er að koma þjóðinni á óvart) og þessir púðar hefðu aldrei átt að koma inn í landið og því veði þjóðin bara að taka þetta allt á sig? Ef svo er þá hlýtur þjóðin að eiga heimtingu á að forsvarsmenn þessarar stofnunar séu látnir víkja - svo einfalt er það - ekki satt?
mbl.is Kostar allt að 88 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á að aðstoða þessar konur við að ná úr sér púðum sem valdið geta heilsutjóni, þeim að kostnaðarlausu.  Þær eiga bara að bera sama kostnað við þetta eins og annað fólk ber við aðrar aðgerðir, sem ég veit svosem ekkert hver er.

Ríkið á síðan að eiga endurkröfurétt á innflytjanda og þá lækna sem þessa púða notuðu.  Þeir eiga að sjálfsögðu ekki að hagnast á sínum gloríum á kostnað skattgreiðenda.  Konurnar hljóta síðan að geta höfðað einkamál þar sem þær krefjast sinna peninga til baka auk einhverra bóta fyrir vesenið.

Ef smiður notast við gallað efni í húsbyggingu, þá kæmi mér á óvart ef hann þyrfti ekki að bera kostnað við að lagfæra það og væri á einhvern hátt bótaskyldur.  Slíkt hið sama á að sjálfsögðu að eiga við um þessa lækna, þeir eru ekkert heilagri en aðrir þó tilhneiging virðist vera til þess í samfélaginu að setja þá á einhvern stall.

Björn I (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 09:33

2 identicon

Í sanngjörnu þjóðfélagi, myndu konurnar taka sig saman, kæra, og fá skaðann bættann og háar miskabætur ofaná það, nóg til að ekkert fyrirtæki dirfist gera svona lagað aftur. Sé ekki ástæðu fyrir neina ríkisstofnun að koma inní neitt þarna.

Karl (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 09:37

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jú jú, við erum íslendingar og því ber okkur að borga. Svo er nú það.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 4.2.2012 kl. 10:37

4 identicon

Ef sama hugsun ætti að ganga yfir allt heilbrigðiskerfið ættum við þá nokkuð að borga fyrir lækningu á reykingafólki? of feitt fólk valdi það jú sjálft líka (fáir sem neyðast til að borða of mikið..) margir með sykursýki II eru veikir sökum lífsstíls - sama er með t.d. kynsjúkdóma, (fólk á jú að fara varlega) og jafnvel umferðarslys, (aftur, fara varlega)

Að sjálfsögðu á að hjálpa þessum konum, hvort sem þær fóru í aðgerð eftir krabbameinsmeðferð eða bara út af útlitinu (sálrænt hjálpar þessi gerð aðgerðar ótrúlega mörgum, og fyrst þú ert að velta þér uppúr nokkrum milljónum má alveg spyrja sig hversu miklu svona aðgerðir skila til baka í auknum lífsgæðum, lífsvilja og framtakssemi?)

Á endanum á síðan ríkið að sækja rétt sinn til PIP framleiðandans, en það á ekki ða koma í veg fyrir að fólki sé hjálpað í millitíðinni

Sævar (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 11:23

5 identicon

Mér finnst að læknirinn sem seldi og setti gallaða púða í konurnar eigi bara að fjarlægja eða skipta um púðana gjaldfrjálst. Eftir því hvort konan vil.

Ef ég kaupi vöru og læt seljandan setja hana í fyrir mig, sama hvort það er í húsið mitt eða bílinn eða hvað sem er, og vara er síðan gölluð. Þá ætlast ég til þess að seljandinn komi aftur og bæti vöruna með því að setja nýja sem er ekki gölluð.

Daníel (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.