10,5 milljarðar töpuðust í mánuði hverjum og allir brostu!!!

Margt einstaklega forvitnilegt í þessuari grein. Er svei mér þá farinn að halda að fólki sé ekki alveg sjálfrátt þarna. Ekki hafa neinar viðvörunarbjöllur hringt þarna miðað við þessar fréttir. Sjáið þetta úr viðtalinu við Arnar:

Í samtali í Morgunblaðinu í dag hrósar Arnar óháðu úttektarnefndinni fyrir skýrsluna sem kynnt var á föstudag og sagði hana mun ítarlegri en hann bjóst við. Hann sagði að lífeyrissjóðirnir hefðu oft verið inntir eftir umfangi taps þeirra af völdum hrunsins.

...þeir voru oft inntir eftir umfangi tapsins, en svo virðist sem enginn þeirra hafi vitað það, ja eða ekki viljað tjá sig um það í það minnsta. Í hverra þágu var það?

„Við höfðum áætlað að tapið myndi losa um 20% af heildareignunum,“ sagði Arnar. Það er nálægt 360-370 milljörðum. Þess ber að geta að lífeyrissjóðirnir miðuðu við 30. september 2008, síðustu mánaðamót fyrir hrunið. Í skýrslunni er hins vegar miðað við 1. janúar 2008. Sé eignarýrnun lífeyrissjóðanna í innlendum hlutabréfum upp á 95 milljarða fyrstu níu mánuði ársins 2008 bætt við sé niðurstaðan sé því áþekk.

Hugsið ykkur á 9 mánuðum fyrir hrun töpuðu sjóðirnir 95 milljörðum - 95 milljörðum takk fyrir - það gera 10,5 milljarðar á mánuði, rúmlega 2,6 milljarðar á viku - en samt hringdu engar bjöllur menn héldu bara áfram. Í hverra þágu var það?

Erlend hlutabréf í eigu lífeyrissjóðanna féllu einnig í verði í aðdraganda hrunsins. Það mildaði áhrifin á eignasöfnin að krónan veiktist á sama tíma svo virði erlendu hlutabréfanna í krónum talið hélst nær óbreytt.

Hér er en eitt grínið í viðtalinu: Það mildaði áhrifin á eignasöfnin að krónan veiktist. Hvað er maðurinn að fara? 10000 punda hlutur rýrnar í 8000 pund - 2000 pund töpuð - en þá hentar allt í einu að reikna þetta út frá krónum!!! Gjörsamlega verðlausum gjaldmiðli sem hvergi í heiminum fæst skipt!!! Maður hlýtur að spyrja sig borguðu menn þessa hluti í íslenskum krónum? Hverslags hentugleikayfirbót er þetta eiginlega?

 


mbl.is Tap lífeyrissjóðanna svipað og hjá þeim evrópsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Gísli, þeir eru vanir því að gera borið hvað sem er á borð fyrir okkur, og við hlustum og þegjum. Gerum ekkert og getum ekkert að því er virðist.

Þetta er orðin svona uppsafnað brjálæði hjá þessum sótröftum.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 6.2.2012 kl. 15:05

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

...er sem sagt kominn tími á að berja frá sér?   ....og það af krafti

Gísli Foster Hjartarson, 6.2.2012 kl. 15:45

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já fyrir löngu Gísli.

Kv,

Arinbjörn Kúld, 6.2.2012 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.