8.2.2012 | 20:36
Djöfuls snillingar!!!
Það er ótrúlegt hvernig þeim er nálægt enska karla landsliðinu í fótbolta koma tekst alltaf að snúa öllu á hvolf. Loksins þegar mönnum fannst vera komin nokkur sátt um þjálfarann og hans vinnu þá kemur þetta. Risa ákvörðun tekin án samráðs við þjálfarann. Þjálfarann sem búinn er að vera á góðri leið með að fá fólk til að fá trú á landsliðinu á ný. Þjálfara sem hefur það sem til þarf til að gera góða hluti í því umhverfi sem mönnum er búið í England, en pressan er á fáum stöðum meiri en þar í þessum knattspyrnuheimi. Evrópumótið framundan og menn byrja undirbúninginn svona. Ætli það skili þeim meiri árangri að þessu sinni en í undanförnum keppnum? ...kemur sér vel að maður heldur bara með íslenska landsliðinu í þessu landsliðsharki!
![]() |
Capello hættur með enska landsliðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.