Góður dómur!

Gott að vita! 56% telja að það sé öðruvísi komið fram við sig en heimamenn, ekki er það nú gæfulegt. Svakalega há tala. Reyndar kemur ekkert fram þarna hvað úrtakið var mikið, væri gaman að vita það. Ekki er ég hissa þó að blessað fólkið segi að þau hefðu haldið sig heima ef sæmandi starf hefði boðist, enda ódýrara á flestanhátt að búa í Póllandi heldur en hér og segja menn svo ekki Heima er best.  ...veit samt með mig að ef að manni biðist starf erlendis við hæfi þá myndi maður nú pakka niður og halda í víking, ekki til að rupla og ræna heldur til að ná að lifa mannsæmandi lífi.
mbl.is Vildu vera í Póllandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar kemur mér mikið á óvart hvursu margir teldu sig standa jafna innfæddum, eftir því sem ég hef séð og heyrt í gegnum árin.  Ég hef þó hitt margt kurteist fólk sem virðist ekki átta sig á rétti sínum eða þorir vart að hvarta yfir frammkomu við sig. 

Því held ég að þessi könnun hafi ávallt tilhneigingu til að sýna bjartari mynd af ástandinu.

Jonsi (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 14:02

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já þú sérð hvernig ég byrja skrifin. "Gott að vita!" ég er nefnilega nokkuð viss um að staðan sé verri. Allavega heyrði ég líka sögur eins og þú segir um hitt og þetta. En maður vonar að ástandið hafi skánað og fólkið sé að átta sig á rétti sínum.

Gísli Foster Hjartarson, 11.2.2012 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.