Var þetta sanngjarnt!

Með fullri virðingu fyrir leikömnnum Cardiff þá held ég að þetta hafi nú ekki verið ósanngjarnt miðað við gang leiksins í heild.  En get ekki að því gert að ég hefði ekki grátið ef minna liðið hefði unnið!!!!  Gaman að sjá Aron Einar í góðum gír og gaman að heyra hvað þulirnir á Sky töluðu vel um hann alveg frá því fyrir leik - flottur leikmaður á ferðinni þarna.


mbl.is Liverpool deildabikarmeistari - Vann í vítakeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Þó skemmtanagildi leiksins hafi ekki verið það besta þá er ekki annað hægt að segja en að Liverpool áttu þetta skilið miðað við tölfræðina. 11-34 í skotum, 3-19 í hornum og Liverpool 65% með boltan.

Yfirburðirnir voru miklir en gleymum því samt ekki að það eru mörkin sem telja og því er það sannjgarnt að Cardiff hafi bæði komist yfir og jafnað. Eins undarlegt og það er þá snýst nefninlega knattspyrna um að koma tuðrunnu í netið

Það er líka önnur leið að líta á þetta. 2 mörk 11 skot eða 18% nýting. 2 mörk 34 skot eða 5% nýting. Hægt að setja þetta upp á marga vegu og þrátt fyrir að Liverpool stjórnuðu leiknum þá nýttu Cardiff menn færi sín mun metur.  

Júlíus Valdimar Finnbogason, 27.2.2012 kl. 07:03

2 identicon

Mjólkurbikarinn er sérgrein Liverpool.  Hjartað sló með Cardiff.  Hrikalega gaman að sjá þá jafna í framlengingunni, en þeir fengu tækifæri lífs síns í vítaspyrnukeppninni og klúðruðu því.  Liverpool voru þó vel að þessu komnir heilt yfir.  Verð að viðurkenna það.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband