Grínisti góður hann Ragnar?

Þetta hérna finnst mér eitt það besta í íslenskri pólitík í dag:

Ragnar tekur þar með undir með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra og Jóni Bjarnasyni, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem hafa nýverið kallað eftir því að umsóknarferlinu verði flýtt og kosið um inngöngu í ESB sem allra fyrst.

Ögmundur vill ekki heyra minnst á inngöngu í ESB en vill flýta umsóknarferlinu? Ætli Ögmundur, og þá Ragnar Arnalds líka, geri sér ekki grein fyrir því að eitt af því sem tafið hefur vinnuna við samningsferlið er "rollugangurinn" í hinum fyrrverandi ráðhera Jóni Bjarnasyni og þeim vinnubrögðum er voru viðhöfð í ráðhera tíð hans þar sem öll mál voru torryggð og dreginn á langinn er tengdust viðræðum við ESB á einn eða annan hátt - svo kallar þetta lið nú eftir því að umsóknarferlinu verði flýtt - þessir ágætu menn hljóta að vera að grínast? Kannski að þeir fatti ekki eigin húmor.  ....þeir vilja kannski líka að samninganefndin kasti bar til hendinni og ferði fótaskortur í samningagerðinni svo þeir hafi eitthvað sér til málsvarnar þegar fara á að ræða samninginn við þjóðina - áður en um hann verður kosið!!!

....og fyrst Jón Bjarnason ber á góma og allt það góða sem fólk vill segja um hann. Hvað kom upp úr krafsinu þegar rýnt var í tillögurnar sem hann var búinn að vera að láta að vinna varðandi breytingar á kvótakerfinu?  jú menn höfðu bara setið og nagað blýanta og varla tekið til hendinni svo skammt á veg var vinnan kominn!!!! - sorglegt og þetta lið á fullum launum frá ríkinu - ætli þeir fatti ekki þennan brandara heldur þessir háu herrar?


mbl.is Segir Össur vilja draga málið á langinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinstri Grænir bera ábyrgð á því að Samfylginunni var hleypt í þessa aðildarumsóknarvitleysu án umboðs þjóðarinnar og þeir eru að reyna að bjarga andlitinu.  Þeirra verður þó minnst fyrir að hafa tekið ráðherrastóla sína framyfir að forða okkur frá þessari vitleysu.......og hana nú !

Jón Óskar (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband