29.2.2012 | 14:39
Orðlaus
Hvað eru menn að spá? Nú ætla menn að einhendast í smíði og rekstur ferju! Verð nú bara að segja eins og er að við fyrstu skoðun lýst mér ekkert á þetta, þ.e.a.s. að bærinn ætli að fara að skipta sér af rekstrinum.
Kannski rétt að menn klári að gera höfnina aðgengilega allan ársins hring áður en menn byrja á að smíða. Við verðum jú að vita hvort ferjan á að sigla í Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn.
Hélt að menn hefðu verið hérna fyrir nokkrum dögum að tala um útboðið á leikskólanum Sóla og bæjarfulltrúum bæri skylda til að fara vel með peningabæjarbúa. Minnir að menn hafi sett 120 millur í Sparisjóðinn á sínum tíma. Svo ætla menn núna í milljarðaframkvæmd við smíði og hönnun skips.
Hlakka til að sjá hverju fram vindur í þessu máli.
![]() |
Smíða sjálfir Vestmannaeyjaferju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er gamallt ráðamannatrix, og dálítil furða að þeir í stjórn í Vestmanneyjum skuli spila þessari græðgi sinnu út á svona augljós vegu.
Rétt er auðvitað að skilgreina kröfur og framkvæma útboð, en í gott væri líka að fá smá péning í vasa sinn og félaga sinn í smáþorpinu austan.
Eða er sannleikurinn sá að Vesmanneyjar muni hanna og byggja ferju ódýrara og betur en aðrir. Þanna spilast á einkahagsmunir og hagsmunir þjóðfélagsins. ÍAV oll over again.
Jonsi (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 14:57
Sæll Gísli,varðskipið þór var smíðað í Shile og lenti í jarðskjálft og sjór flæddi um skipið.
eðlilegast hefði verið að fá skrokinn til landsin og smíða skipið sjálfir, við erum fiskveiðiþjóð,
þarna hefði mátt nýta nema í skipasmíði eða flytja hluta Iðnskólans um borð.
Með hugmynd bæjarstjórnar Vestmanneyja er hún stórkostleg slá tvær flugur í einu höggi
smíða skipið halda þar með í íslenska skipasmíði og bjóða út reksturinn sem hefur verið mjög kostnaðasamur.
Bernharð Hjaltalín, 29.2.2012 kl. 19:55
Bernharð reksturinn er boðinn út reglulega - Eimskip hefur séð um reksturinn síðustu ár. Stendur ekkert um það þarna að menn ætli að smíða skipið hér heima. Segir bara að heimamenn vilji sjálfir sjá um að koma ða þessari smíði með fjármagni og hönnun.
Gísli Foster Hjartarson, 29.2.2012 kl. 20:02
Bíðið bara og sjáið hvert peningarnir fara. Það er auðvitað alltaf gaman að endurtaka söguna oftar en 100 sinnum... kannski kviknar á perunni einn daginn.
Jonsi (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.