Bjarni Ben fagnar

Hann fagnar þó ekki niðurstöðu þessa máls. Bjóst svo sem ekki við því og hefði getað sagt honum hvernig þetta myndi fara fyrir nokkru síðan. - EN þetta mál mun nú hafa sinn gang. Saklaus Geir mun svo sýknaður af þessu öllu saman. Það er að segja ef eitthvað er að marka stuðningsmenn hans, en væntanlega finnast sekur um eitthvað ef að marka má þá er fagna því að hann mætir fyrir Landsdóm. Ég hins vega hlakka til að sjá niðurstöðuna og fá þþetta þá bara á hreint. Sekur eða saklaus? Er reyndar þeirrar skoðunar að aðeins einn aðili geti unnið þetta mál og það er Geir H Haarde með sýknu - þá mun karlinn geta gengið frá þessu beinn í baki. Finnist eitthvað misjafnt þá mun þjóðin öll tapa. Þingheimur mun tapa á því að hafa ekki sent alla umrædda fyrir dóminn og þjóðin verða fyrir meira áfalli með pólitíkusa sína en nú þegar er orðið, og er nú mörgum nóg um nú þegar.

Bjarn Ben hins vegar fagnar því í dag eins og fleiri að þetta er dagur nr. 1300 í röð sem ég set blogg færslu inn á hið svokallað Moggablogg. Yfir því gæeðst Bjarni og sennilega þingheimur allur!!!


mbl.is Áfall fyrir réttarfar landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já voru ekki upphafsorð hjá Bjarna í dag á þingina þakklæti til þín með 1300 daganna
Ég spyr hvar var Björgvin G Sigurðsson í DAG,afhverju kom hann sér undan vinnu sinni í dag......
Er sáttur við þessi úrslit,þó D maður hafi verið,hvað geri í næstu kosningum er ????...en ég kalla líka á alla hina sem hefðu svo sannarlega mátt standa í Geirs sporum....

Halldór Jóhannsson, 1.3.2012 kl. 22:39

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Halldór það hefði átt að draga fleiri þarna inn - við erum sammála um það. Er ansi hræddur um að margir svitni ef að Geir kallinn verður dæmdur sekur um eitthvað - hvað þá með það þá sleppt var!!!!! Á fáum, ef nokkrum, þingmanni hef ég eins litla trú og Björgvini G. - finnst dapurt að hann sitji þarna enn.

Gísli Foster Hjartarson, 2.3.2012 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.