Ding Dong - enginn heima

Oft brosir maður við lestur hinna ýmsu frétta og tilkynninga - það gerðist einmitt núna. Finnst alveg vanta þarna í fréttina hvar maður á að geta keypt efnin t.d. Eiga svo umboðs- og heildverslanir að sjá um innflutning? Varla vilja hægri mennirnir að ríkið sé með puttana í þessu. Þetta hlýtur að eiga að flæða bara frítt og frjálst um landið.  Menn hljóta að ætla að koma með nánari útlistun á þessu. Þarf engin aldurstakmörk á þetta?  .....verður forvitnilegt að sjá áframhaldandi umræðu um þetta mál. Hlakka til að sjá stjórnarmenn mæta t.d. í Kastljós og Ísland í dag og útlista þetta nánar.  

....maður veltir því fyrir sér þegar menn koma fram með svona hvort þeir hafi verið á einhverjum efnum þegar ákvörðunin um þessa tilkynningu var tekin. Wink


mbl.is Vilja lögleiða fíkniefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið getið hlegið og gert grín, en brandarinn er það sem þið segið;
Eiturlyfjastriðið hefur engu skilað nema stærri glæpaklíkum, þú veist, eins og Hells Angels og annað í þeim dúr; Þannig lið lifir lúxuslífi á eiturlyfjastríðinu.

Þar sem menn hafa slakað á í að glæpavæða vímuefni, þar hefur besti árangurinn náðst... Við verðum að átta okkur á að fólk fær eiturlyf hvar sem er.. hvenær sem er; Fólk vill nota vímuefni, ekkert mun stoppa það;  Það er öllum fyrir bestu að ríkið sjái um þessi mál.. hver sá sem er á móti því, hlýtur að hafa hagsmuni, vera í Hells Angels... nú, eða bara samansaumaður fáráðlingur sem heldur að bönn virki í þessum málum.. slíka vitleysinga á ekki að hlusta á

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 09:41

2 identicon

Vá hvað þetta er mikið stereótýpu svar hjá þér Gísli!

Það er enginn að segja að það sé eitthvað einfalt mál að lögleiða vímuefni og við erum svo sannarlega ekki komin svo langt í þeirri umræðu að það sé raunhæft. Fyrsta skrefið er nú væntanlega að koma umræðu á stað í þjóðfélaginu og virðist þessi tilkynning einmitt vel fallin til þess.

Þar að auki vil ég spyrja þig hvort að þú sjáir eitthvað athugavert við rök þeirra SUS manna, þ.e. hvort þú teljir semsagt þetta ''eiturlyfjastríð'' vera að virka, þegar þeir benda svo réttilega á að neysla hefur aukist ásamt samfélagslegum vandamálum tengdum vímuefnum.

Það gerir þessari umræðu engann greiða þegar svona gúbbaleg komment, eins og þitt, koma fram. (Að þeir séu á einhverjum efnum vegna þess að þeir dirfast að tala um vímuefni á annan hátt en gengur og gerist.)

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 09:50

3 identicon

Fyrr má nú rota, en handleggsbrjóta.

Hvað er að þessu vesalings unga fólki?

Jóhanna (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 09:56

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kjánskapur eða heimska... maður spyr sig.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.3.2012 kl. 10:22

5 identicon

Jóhanna, hvað er að þér? Lestu bara röksemdir SUS í fréttinni, ertu ósammála þeim? Ef svo er, kanntu að lesa? Ef svo er ekki yfir hverju ertu þá að tuða?

Það er staðreynd að með tilkomu banna og þyngri refsinga við vímuefnabrotum verða undirheimarnir harðskeyttari, þeir græða meira og verða umfangsmeiri. Jafnframt eykst neysla og glæpir tengdir vímuefnum verða algengari og alvarlegri.

Þá eru fangelsin okkar yfirfull af dópsölum og grasræktendum sem væru ekki einu sinni glæpamenn ef ekki væri fyrir lögbann við slíkum athæfum. Á meðan ganga nauðgarar,ofbeldismenn og bankamenn lausum hala.

Það er bara einfaldlega staðreynd að það að hafa þetta allt ólöglegt er í alla staði neikvætt og skaðlegt og samfélag okkar er ''better off' með lögleiðingu. Sjáðu bara Holland, Tékkland og Portúgal, Holland ''decriminlizeraði''eða aflögbannaði kannabis og neysla hefur farið niður á bæði kannabis og öllum öðrum efnum þar sem aðskildir voru markaðirnir fyrir kannabis og harðari efni. Tékkland gerði kannabis algerlega löglegt og neysla fór jafnframt niður á sama hátt og í Hollandi. Portúgal gerði öll vímuefni lögleg og enn sem áður fór öll neysla niður.

Hvernig stendur á þessu? Hvað var eiginlega að þessu vesalings fólki?

Ef þú ætlar bara að vera svona viljugt fórnarlamb áróðurs Jóhanna, slepptu því þá bara að tjá þig, því komment eins og þitt hafa ekkert til málanna að leggja og eru bara fyrir í umræðunni.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 10:26

6 Smámynd: Anna

Mer sýnist að það er best að segja ekkert um þetta mál. Það alveg sama hvort maður sé með eða á móti maður verður samt dæmdur fyrir orð sýn.

Anna , 5.3.2012 kl. 10:36

7 identicon

Um að gera að segja sinn hug Anna, svo lengi sem það er á rökrænum grundvelli.

Athugasemdir eins og að liðsfólk SUS hljóti að vera á einhverjum efnum eða að það hljóti eitthvað að vera að þeim og að þeir séu vesalingar eru ekki rök heldur skoðanir byggðar á tilfinningasemi.

Ég veit ekki með ykkur en ég kýs að byggja mínar skoðanir á rökrænum grunni, en ekki á hræðsluáróðri.

Simply put, sama hvort þú ert með eða á móti, þá þarftu að rökstyðja mál þitt eins og ég og doktore hér að ofan höfum gert. Það sama hef ég hinsvegar ekki séð enn sem komið er frá ''hinni hliðinni''.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 10:54

8 identicon

Mæli með að lesa þessa skýrslu: http://papers.ssrn.com/sol3/papers.cfm?abstract_id=1464837

Hún fjallar um stefnu Portúgals í vímuefnamálum.

Gullmoli úr þessari skýrslu:

''Those data indicate that decriminalization has had no adverse effect on drug usage rates in Portugal, which, in numerous categories, are now among the lowest in the EU, particularly when compared with states with stringent criminalization regimes. Although postdecriminalization usage rates have remained roughly the same or even decreased slightly when compared with other EU states, drug-related pathologies — such as sexually transmitted diseases and deaths due to drug usage — have decreased dramatically.''

Hmmm...

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 10:59

9 identicon

´Jón Ferdinand!

Ég er ekkert að tuða. En Þetta líkist mannkynssögunni um Rómarríkis fall. En þetta kemur nú frá Heimdall fél. SUS.

Hverju getur maður ekki átt von á í framtíðinni. Ef þetta er unga fólkið sem ætlar að stýra landinu. byrja ekki velflestir í sjálfstæðisflokknum í Heimdalli. Svei attann.

Jóhanna (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 11:43

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála Jón Ferdínand.

Hann kemur með fín rök til að stiðja sitt mál á meðna BANN-sinnar nota upphrópanir og rugl. Engin rök.

Portugal lögleiddi fíkniefni að hluta árið 2001 en er núna með eina lægstu neyslu í ESB. Með rökum BANN-sinna þá ætti fikniefnaneyslan að vera sú hæsta í ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.3.2012 kl. 12:28

11 identicon

Þakka þér fyrir innleggið Sleggjan/Hvellurinn.

En samt Jóhanna heldur þú áfram að tuða!

Hvað meinarðu hverju getur þú átt von á í framtíðinni? Rökrænu og réttlátu samfélagi? Maður getur nú rétt vonað!

''En Þetta líkist mannkynssögunni um Rómarríkis fall.'' Hvað áttu við með þessu? Það er alveg greinilegt af dæmunum með Holland, Tékkland og Portúgal að þeirra samfélög eru ''better off'' núna en áður vegna þeirra frjálslyndu stefna í garð vímuefna, þannig að ''what's your point''?

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 13:00

12 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jón Ferdínand ég sagði þarna ...... Menn hljóta að ætla að koma með nánari útlistun á þessu. Þarf engin aldurstakmörk á þetta?  .....verður forvitnilegt að sjá áframhaldandi umræðu um þetta mál. Hlakka til að sjá stjórnarmenn mæta t.d. í Kastljós og Ísland í dag og útlista þetta nánar. 

 Það má alveg skoða þetta eins og margt annað. Ég elyfi mér að vera efins um ágæti þessarar tillögu, en maður á aldrei að skella útidyrahurðinni það fast að ekki sé hægt að opna aftur. Þó ég hafi skotið inn þarna í lokin einu skoti, þá máttu ekki alveg missa þig. - á nú kunningja þarna í stjórninni.

Gísli Foster Hjartarson, 5.3.2012 kl. 14:44

13 identicon

Þegar fíkniefni eru lögleidd, þá hverfur eftirlitið - idiot -.

Það veit enginn hver neyslan er í Portúgal!

Ef venjuleg tóbaksneysla væri bönnuð og þó nokkur neysla væri fyrir hendi - þá minkar neyslan með frjálsum markaði???

Borðvínsneysla eykst ef vinið er bannað en minkar ef það er leyfilegt. Ég segi aftur IDIOT!

Eruð þið í pólutík?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 16:00

14 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

V. Jóhannson.. viltu útskýra nánar hvað þú átt við með að eftirlitið hverfi ??? ef ríkið tekur við þessu verður EINMITT eftirlitið öflugra.. Afglapinn þinn.

Charles Geir Marinó Stout, 5.3.2012 kl. 16:17

15 identicon

Charles: - ríkið hefur ekki tekið við neinu. Þetta er bara pólutískt blaður. Það er jafn mikið smyglað og jafnvel meira þegar allt er frjálst. Stærta smyglleið á fíkniefnum til Evrópu er einmitt Portugal. Þangað koma heilu skipsfarmarnir af allskonar nammi. Það getur vel verið að hægt sé að fá einn og einn skammt út um lúu hjá hinu opinbera, hér og þar í landinu, en til hvers ánskotans og hvað svo?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 16:54

16 identicon

Ég er alls ekkert að missa mig Gísli, það er bara mikilvægt að reyna að halda þessari umræðu á rökænum tónum. Alltof oft sem dylgjur um fíkiefnavandamál fylgja því að fólk reynir að ræða þessi mál.

Sem dæmi þá eru átta blogg við þessa frétt, tvö þeirra eru sammála þessari tilkynningu SUS en hin sex ekki. Fimm af þessum sex bloggum hafa í sér dylgjur um að þetta hljóti bara að vera einhverjir dópistar, því hvaða heilvita manneskja myndi annars voga sér að bregða út af hræðsluáróðursbraut þessa samfélags nema þeir.

Þess vegna skiptir ekki máli hvort þetta er sett fram sem brandari, svo sem hjá þér, eða ekki af því að þar með er verið að gera fólki ómögulegt að ræða þetta á rökrænan hátt. T.d. SUS gefur frá sér þessa mjög svo yfirvegaða og rökstuddu yfirlýsingu og þeir eru umsvifalaust ásakaðir af fjölda fólks að vera dópistar.

Þetta er bara hreinasti rógburður og áróður og á ekki að sjást í umræðu sem þessari af því að þetta er svo sannarlega mál sem vert er að ræða og íhuga. Það er allaveganna klárt að núverandi kerfi gengur ekki upp.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 17:31

17 identicon

>Þegar fíkniefni eru lögleidd, þá hverfur eftirlitið - idiot -.

Trolololol.

Halldór L. (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 19:18

18 identicon

Þegar fíkniefni eru lögleidd, þá hverfur eftirlitið - idiot -.Trolololol.Halldór

Já eitt stórt troll-alert...Sömu stofnanir og áður sjá um tölfræðieftirlit með Portúgal...eins og t.d stofnun Evrópusambandsins..

Bæði Holland og þó sérstaklega Portúgal koma einstaklega vel út. Ég nenni ekki rífast við troll...fólk getur skoðað þetta sjálft.

http://www.emcdda.europa.eu/stats11/gpstab1b

magus (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband