Sir-inn í góðum gír

Gaman af sir Alex nú sem endranær. Allt er þetta orðaskak fram og til baka bara til að gleðja mann og reyna að pirra aðra. Scholes, sama hversu góður hann var, og er,, var hættur. hann var dreginn fram á ný - sem betur fer fyrir United, og unnendur góðra spilara. Tévez fór í "fýlu", sem er nú ekkert nýtt - sir Alex ætti nú að þekkja það. Mancini sagði að hann myndi ekki spila aftur fyrir klúbbinn - nema að biðjast afsökunnar á sínu útspili og það gerði hann. Þá kom tækifærið. Örvænting að spila honum? Já ég held það nú samt - en hann er sprækur og nýtur en hylli hjá City aðdáendum. Góður leikmaður Tévez en hvort kollurinn á honum virkar alltaf "rétt" er ég ekki viss um
mbl.is Ferguson: Örvænting að tefla fram Tévez
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Já sörinn er ekkert í vandræðum að svara fyrir sig. En einhvernveginn rámar mig í það Gísli að Mancini hefði sagt eftir ævintýrið í Þýskalandi hvað varðar Tevez að hann myndi aldrei spila meir undir sinni stjórn. Svo að er það ekki bara rétt hjá kallinum að það sé einhver örvænting hjá City mönnum að fara að tefla Tevez fram, eftir allt sem á undan er gengið.

Hjörtur Herbertsson, 23.3.2012 kl. 16:53

2 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Það má nú ekki leyfa Patta Veiru að vera með einhver skot á langbesta liðið í Manchester...

Það verður nú að skjóta á móti... Sérstaklega þegar það er búið að banna honum um að tjá sig um landsliðið og hjálpa þannig sínum gamla félaga Arsene... Og pældu í því hversu vel það nú virkaði... Vá...!

Sævar Óli Helgason, 23.3.2012 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.