Þá byrjar það aftur

Get ekki að því gert að það er afskaplega þreytandi þetta tal sýnt og heilagt um fjárhag HSÍ. Eins og maður hefur gaman af liðinu þá t.d. dettur mér ekki í hug að kaupa mér áskrift af einhverri einkastöð til að sjá landsliðið mitt spila - alveg sama hvað íþróttagrein um ræðir. þetta getur vel haft áhrif á fjármögnun sambandsins, af hverju að styrkja eitthvað sem ekki allir sjá?
Ég hef séð auglýsingar sem eru eitthvað á þessa leið " Icelandair færir þér handboltann" Samskonar þar sem Glitnir færir mér handboltann" Handboltinn er ekki kominn til mín. Hann er enn jafn harðlæstur á bak við Björgvin Halldórsson á Stöð 2 sport. Ætti auglýsingarnar frekar að vera . Glitnir styrkir Stöð 2 til að kaupa handboltan til að reyna að fá fleirri til að kaupa stöð 2 sport.

Þetta lið er ekki að færa mér neitt.

Þetta var útúrdúr.

En ég held að ef að það er virkilegur áhugi í gangi og fólk og fyrirtæki vilja liðinu vel þá lenda menn ekki í vandræðum með að fjármagna þetta.


mbl.is Guðmundur: Vonandi fáum við fjármagn sem þarf til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll vertu, þetta var lélegt hjá H-S-Í að sýna okkur ekki boltann á ruv, handknattleikssambandið gerir ekki neittí að útbreiða handboltann, enginn bolti á suðurnesjum, vesturlandi né vestfjörðum eingöngu eitt lið áöllu norðurlandi og nefnum ekki Austfirði, handboltinn er á niðurleið og kjarni landsliðsins er að brenna út, nú þarf að fara að gefaí.

Bernharð Hjaltalín, 8.4.2012 kl. 19:19

2 identicon

Enda hafa liðin á SV horninu alltaf barist gegn því að HSI færi í að koma bolta á annars staðar á landinu. Það var reynt en reykjavíkurliðin uppgötvuðu að það var svo langt út á land til að keppa, og eftir það hefur alltaf verið haldið aftur af HSI í öllum tilraunum til að koma handbolta út á land.

Sjáið bara munin á KSÍ og HSí þegar kemur að uppbyggingu úti á landi.

Larus Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 21:13

3 identicon

ólympíuleikarnir verða sýndir á rúv í sumar þannig að þið þurfið ekki að spá í þessu þetta árið.

EM2012 var líka sýnt á rúv

Eina stórmótið sem stöð2sport hefur sýnt var HM2011 og svo þetta undanmót núna fyrir olympíuleikana sem getur nú varla talist stórmót. 

sigurbjörg (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 22:07

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Veit ég vel Sigurbjörg að RUV er með ÓL, sem betur fer, og þógónir maður - finnst hitt bara óþolandi.

Gísli Foster Hjartarson, 8.4.2012 kl. 23:06

5 identicon

Málið er það að HSÍ hefur ekkert með það að gera hvaða stöð hér heima kaupir sýningarréttinn á leikjum landsliðsins í útlöndum og hefur engar tekjur af sölu þess sjónvarpsréttar. HSÍ getur eingöngu selt og haft þar af leiðandi tekjur af sölu á heimaleikjum landsliðsins, jafnt karla sem kvenna.

Svo einfalt er það.

kveðja, Ívar Benediktsson.

Ívar Benediktsson (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.