Ekkert liggur á

Held að Gylfi þurfi nú svo sem ekkert að vera með Babbel á línunni þessa dagana. Mikilvægast er að klára þetta tímabil með Swansea með glans og þá gæti vel farið svo að það kæmi til þess að hann yrði færður um set. Allir markaðir eru lokaðir þessa dagana og Gylfi á það mikið eftir af samningi sínum að hann getur ekki sett upp mörg undanbrögð á þessum tíma. Eitt er þó ljóst og það er að miðað við gang mála núna þá lítur svo út sem að Hofenheim geti gert sér góðan pening úr Gylfa kæri þeir sig um það. En svo getur líka vel verið að Babbel ætli sér bara að nota hann næsta vetur, þ.e.a.s. verði Babbel til staðar hjá félaginu þegar næsta tímabil gengur í garð.
mbl.is Gylfi: Hef ekki rætt við Babbel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja.  Það var búið að lána Gylfa áður en meistari Babbel tók við Hoffenheim.  Svo að ég skil það ósköp vel að Babbel er ekkert að flýta sér að losa sig við hæfileikaríka leikmenn.  Stjórinn sem var á undan Babbel setti Gylfa algjörlega út í kuldann.  Og stjórinn þar á undan nota Gylfa í hverjum leik, og stóð Gylfi sig mjög vel þá. 

Geðþóttaákvarðanir stjóranna geta verið mjög svo skrýtnar stundum....

Jón Ingi (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.