Frábær árangur Svavars ....margt til lista lagt

Hinn gamalreyndi línkappi, þó ungur sé, Svavar Vignisson hefur náð flottum árangri með ÍBV stelpurnar í vetur. Jújú liðið er gott en það þarf einhver að berja það áfram og það hefur Svavari tekist vel í allan vetur. Það var aðeins í bikarúrslitaleiknum sem kom smá hikst - það gerist ekki aftur.

Gaman líka að segja frá því að Svavari er margt til lista lagt. Íþróttakennari, lögreglumaður, þjálfari, Endurohjólamaður, hlaupagikkur og það nýjasta úr safni hans er að hann hefur lagt drög að kvikmyndagagnrýnihandbók sem Sjónvarpsvísir í Eyjum styðst við til að hjálpa lesendum sínum að sjá gæði mynda. Sjáum hér dæmi.:

00:10 Hin ófæddu (The Unborn) Yfirnáttúrulegur spennutryllir um unga konu sem er þjökuð af ógeðfelldum og afar raunverulegum martröðum. Kvikmyndahandbók Svavars Vignis gefur myndinni 2 högg í kassann, stóra poppskál með litlu salti.

00:05 Tyson  Hann er fæddur í Brooklyn í New York og alinn upp í sárri fátækt. Leiðin lá inn á glæpabrautina en fyrir tilviljun uppgötvaðist að drengurinn var búinn hæfileikum. Hann varð ein skærasta hnefaleikastjarna samtíðarinnar og upplifði ameríska drauminn en……… kvik.handbok Svavars gefur myndinni 3 vasaklúta

 

 ......og svo framvegis - það er ekki bara gaman að hafa svona kappa í samfélagi eins og Vestmannaeyjum heldur bara nauðsynlegt.

 


mbl.is Markvarsla og vörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.