19.4.2012 | 07:55
Chelsea er liðið!
Nokkuð til í þessu hjá Pep. Chelsea er líklegra enda eru þeir yfir eins og staðan er núna. EN þeir eiga nú eftir að kíkja í kaffi á Nou Camp. Stærri völlur - meiri teygja á liðinu, hentar leikmönnum Barcelona betur endda þeir mun flinkari spilarar, með fullri virðingu fyrir leikmönnum Chelsea. Mark hjá Barcelona á fyrstu 15 mín á heimavelli myndi aldeilis hleypa fjöri í þetta. Óska hér með eftir því.
Er ekkert að segja að mér myndi leiðast að sjá Bayern Munchen - Chelsea í úrslitaleik meistaradeildarinnar! - hef bara litla trú á því að það gerist.
![]() |
Guardiola: Chelsea er líklegra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Barca skapaði mikið í gær, að venju og voru óheppnir að skora ekki. Það er örugglega erfitt að mæta Chelsea þessa dagana, sterkir, úthaldsmiklir og í gær sýndu þeir góða skipulagningu og kontruðu inn mark með áfergju. Breiddin í liðinu finnst mér líka með ágætum, mikið af all round miðjumönnum og í raun heimsklassalið finnst mér þegar leikmenn eru í góðu ásigkomulagi og allt er lens. En Barca ER MEÐ bestu miðju og besta leikmann í heimi og stuðning í hrönnum á Camp Nou og ég held að Pepparinn sé nokkuð ánægður með stöðuna. Tvö eða þrjú eitt fyrir Barca ættu að vera "eðlileg" úrslit í leik þar sem allt getur gerst!
Pældí Barca og Real í úrslitum...leikur aldarinnar, el GRANDE classico !
Guðjón E Guðjónsson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.