Forkosningar!!!

Um leið og ég býð Ara Trausta velkominn til leiks, þá velti ég því fyrir mér hvort þetta sé orðið þannig að það þurfi að hafa forkosningar. Tveir til þrír efstu haldi áfram og um þá verði þá kosið. Sá sem flest atkvæði hlýtur þar yrði þá forseti þjóðarinnar næstu 4 árin.  Veit ekki hvað aðrir segja um þetta, er bara að spá og spekúlera.
mbl.is Ari Trausti ætlar í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Algjörlega sammála þessu

Friðrik Friðriksson, 19.4.2012 kl. 14:38

2 identicon

Ari Trausti er mjög frambærilegur maður í forsetaframboð.

En núverandi kosningakerfi er stórgallað.

Er það ásættanlegt að forseti yrði hugsanlega kosinn með 20 til 25% atkvæða?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 14:52

3 identicon

Verður Ari Trausti okkar Ralph Nader?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 15:07

4 Smámynd: Brynjólfur Sigurbjörnsson

Ég get fyllilega verið sammála því fyrirkomulagi en þer sem skammt er til kosninga og kosningafyrirkomulagið bundið í stjórnarskrá er ég hræddur um að slíkt gangi ekki í þetta skiptið en með nýrri stjórnarskrá yrði það mögulegt

Brynjólfur Sigurbjörnsson, 19.4.2012 kl. 15:51

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hefur verið talað um þetta árum saman en tal virkar ljóslega ekki.  Þarf trúlega að nota aðrar og afkasta meiri aðferðir.

Hrólfur Þ Hraundal, 19.4.2012 kl. 15:59

6 Smámynd: Brynjólfur Sigurbjörnsson

í nýum stjórnarskrárdrögum er þetta atriði komið inn sem er mjög mikilvægt að mínu mati ekkert er sem réttlætir það að maður komist í forsetastól á innan við 20 % atkvæða

Brynjólfur Sigurbjörnsson, 19.4.2012 kl. 17:36

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hjartanlega sammála ykkur breytinga er þörf - nýju stjórnarskrár hugmyndirnar þurfa nú að fara að fá betri umfjöllun. Þær eru ekki bara algalnar hugmyndirnar þar eins og fólk virðist stundum halda. En stundum er fólk meira í pólitík en skynsemi - því miður

Gísli Foster Hjartarson, 19.4.2012 kl. 17:43

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Eingin þjóð fær nýja stjórnarskrá nema sú sem er að öðlast sjálfstæði sitt.  Það hendir eingin þjóð stjórnarskrá sinni ótilneydd.  En það er hægt að breyta stjórnarskrám og lagfæra með samkomulagi.

Varðandi forseta kjör þá komu þeir ágallar ekki í alvöru í ljós fyrr en við kjör Ólafs í upphafi.  og væntanlega á þessi galli eftir að skila honum á land einusinni enn, vona ég.  En svo verður að lagfæra þetta því vonandi verður ekki stríðsástand hér um alla framtíð.      

 

Hrólfur Þ Hraundal, 19.4.2012 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband