Er það ekki einmitt málið

Held að Sigurður Líndal sé með þetta

„Dómurinn hefur sakfellt en refsar ekki, þetta fer þannig nokkuð nærri því sem ég bjóst við. Mín fyrstu viðbrögð eru þau að þetta sé að sumu leyti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni almennt, ég held að þetta sé það sem hefur viðgengist, kemur fram í rannsóknarskýrslunni og þingmannaskýrslunni og öllu því sem hefur verið farið í saumana á,“ 

Er það ekki einmitt málið hér er alltof mikill losarabragur á hlutunum - svona áhugamennska og kæruleysi. Það hefur kostar okkur mikið. Geir sagði réttilega að ef hann væri sekur um vanrækslu við þetta þá gilti það sama um alla forsætisráðherra frá upphafi!!! Er það ekki bara partur af málinu - En það fríar engan ábyrgð að benda alltaf á næsta mann á undan. Þetta er enn ein ábendingin til manna um að taka til hjá sér

Þetta má ekki kalla léttvægt


mbl.is Áfellisdómur yfir stjórnsýslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður skammast sín fyrir stjórnmálastéttina í þessu landi og þetta mál er fáránleiki frá upphafi til enda, sama hver á í hlut.  Verst þykir mér þó að sjá hvernig Alþingi var sett niður í þessu máli og vona ég innilega að frambærilegt fólk bjóði sig fram í næstu kosningum, sem verði haldnar sem fyrst.  það er ekki hægt að bjóða uppá þetta.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband