1.5.2012 | 07:48
Ys og þys útaf engu...
......þetta er nú svona eins og að blása í afmælisblöðru viku fyrir tímann hjá Guðalugi Þór - svo sem ekki í fyrsta skipti. - Auðvitað er fullt af lögum og reglum sem fylgja ESB. Fullt af þeim höfum við nú þegar. Aðrar eiga eftir að koma hef ég trú á hvort sem við göngum þarna inn eða ekki. Sumar þyrftum við að taka upp ef við gögum þarna inn. Þar eru einmitt reglur sem Guðlaugur Þór ætti að hafa meiri áhyggjur af og það eru reglur varðandi aukið aðhald að pólitíkusum - það er svell sem mörgum gæti þótt erfitt að fóta sig á.
Hér eru svo hlutir sem fólk getur velt fyrir sér varðandi framhaldið.
Krónan og efnahagsmálin eru stóra málið.
Er æskilegt að vera alltaf að fella krónuna?
Skapar það stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir fyrirtæki?
Skapar það hagsæld?
Laðar það erlenda fjárfesta til landsins?
Er æskilegt að virkjanaframkvæmdir á Austurlandi geri sjávarútveginn ósamkeppnishæfan?
Skapar krónan aðhald fyrir stjórnmálamenn?
Hafa lífskjör á Íslandi batnað svo mikið sem raun bera vitni síðustu 90 árin vegna krónunnar eða þrátt fyrir hana?
Hefur lífskjarabótin verið sjálfbær?
Eða hafa þau byggst á stríðsgróða, Marshall-aðstoð, 60 ára veru herliðs á Íslandi sem skapaði talsverðan hluta gjaldeyristekna þjóðarbúsins um árabil, ofveiði fiskistofna og falskra lána erlendra banka inn í íslenskt hagkerfi?
Voru lífskjörin þar að auki fengin tekin á VISA-rað ... það gleymist nefnilega stundum að við erum ein skuldsettasta þjóð Evrópu í dag ... auk þess með gjaldmiðil í höftum?
Skapar evran atvinnuleysi?
Minnkaði atvinnuleysi á Spáni um helming fyrstu ár eftir upptöku evrunnar og varð það minnsta frá því fyrir Frankó-tímann?
Hefur Spánn alltaf þurft að glíma við hátt atvinnuleysi með eða án evru?
Af hverju eru heildarsamtök launþega á Íslandi stuðningsmenn upptöku evru?
Tífaldaðist atvinnuleysi á Íslandi eftir hrun þrátt fyrir sveigjanlegan gjaldmiðil?
Búa c.a. 10 þjóðir innan ESB við svipað eða minna atvinnuleysi en Ísland þrátt fyrir mikinn fólksflótta frá Íslandi (sem þýddi enn meira atvinnuleysi ef allir hefðu búið áfram hér)?
Fjórfölduðust erlendar skuldir Íslands þrátt fyrir sveigjanlegan gjaldmiðil?
Tvöfaldaðist atvinnuleysi á Írlandi etir hrun?
Tvöfölduðust skuldir Íra eftir hrun?
Stóðu skuldir írskra heimila í stað eftir hrun en stökkbreyttust íslenskra?
Þurfti að stofna sérstakt embætti umboðsmanns skuldara eftir hrun á Írlandi?
Hvarf erlend fjárfesting á Íslandi en stóð hún í stað eða jókst á Írlandi?
Jókst útflutningur á Írlandi eftir hrun þrátt fyrir evru og á skjön við hefðbundnar kenningar?
Eru forsvaramenn stærstu fyrirtækjanna á Írlandi að tala um að yfirgefa landið vegna gjalmiðilsins?
Segjast forsvarsmenn vinsælustu fyrirtækjanna á Íslandi (Össurar og Marels) að þeir geti ekki starfað með krónu til lengri tíma?
Þurfti Columbia Ventures, sem á 10% hlut í Marel að skrifa hlut sinn í Marel niður um 30%, strax eftir kaup vegna gengisóvissu og samkvæmt bókhaldsstöðlum?
Tryggir það íslenskum fyrirtækjum jafna stöðu í samkeppni við önnur fyrirtæki á alþjóðlegum mörkuðum, eða þurfa þau að vera 30% betri til að eiga séns?
Hætti norskt fyrirtæki við þátttöku í olíuútboði um daginn vegna óvissu um íslenska hagkerfið (eða svokallaðrar "political risk")?
Er þetta ekki áhyggjuefni?
Gefur það vísbendingar um að hægt sé að drífa nútímahagkerfi í hnattvættum heimi áfram á krónunni?
Viljum við taka þátt í EES til framtíðar?
Getum við það með gjaldeyrishöft?
Komumst við út úr höftunum hjálparlaust?
Þetta eru allt þættir sem fólk má velta fyrir sér fram og til baka og á að gera - þetta er ekki tæmandi listi - bara gott að velta þessu fyrir sér. við gerum alltof lítið af því - megnið af umræðunni um ESB fer fram undir einhverjum upphrópunum og án raka. Það þarf að taka hausinn úr sandinum íþessari umræðu svo við verðum fær um að taka upplýsta ákvörðun að lokum - Fólk verður að gera þetta sjálft ekki láta alltaf pólitíkusa eða öfgamenn með og á móti segja sér alla skapaða hluti
ESB-aðild myndi gjörbreyta veiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Guðlaugur styrkjakóngur hefur ætíð verið iðinn við að finna upp hjólið.
Guðjón Sigþór Jensson, 1.5.2012 kl. 11:45
Það er laukrétt hjá þér Gísli ! að oft er gerður mikill ys og þys út af litlu tilefni sbr. "veiðar" á Íslandi, á landi vel að merkja, kem að hinum veiðunum seinna, þetta minnir mig nokkuð á þegar ég var í heimsókn á gamla landinu fyrir fáum árum og ESB aðildarviðræðurnar komnar vel á dagskrá, kom inn í verslun þar sem voru nokkrir ungir menn, ungir en samt á kosningaaldri, bæði í afgreiðslu og einnig sem kúnnar, þegar þeir komust að því að ég var búsettur í Noregi, komst umræða um ástand og samanburður ofl í gang, ég spurði svo mitt í þessu spjalli hvert væri álit þeirra á því að Ísland gerðist aðili að ESB.
Þeir urðu reyndar aðeins hugsi smástund, kíktu hver á annann, svo svaraði einn "Algerlega á móti því", hinir virtust áfram aðeins hugsi, ég spurði "einhver sérstök ástæða umfram aðrar, fyrir þessu áliti hjá þér" og svarið kom "já, ég hef heyrt að jeppabreytingar verði bannaðar, ef við göngum í ESB" þar með "hrundi" allur efi af hinum og þeir tóku undir þetta allir sem einn.
Ég hafði auðvitað ekki hugmynd um hvort þetta væri tilfellið, né veit ég það heldur í dag, "YS og ÞYS" útaf engu segir þú Gísli ! en þetta er nefnilega það sem allt málið snýst um, fólk er með sína drauma og sína meiningu um hvað er mikilvægt í lífinu, fólkið sem kemur til með að kjósa um aðildina þegar þar að kemur.
Það eru «litlu hversdagslegu hlutirnir í lífinu sem fólk er upptekið af, á meðan "snillingarnir" deila um, tja...meira og minna allt sem er á listanum þínum langa, listanum sem auðvitað stiklar inn á nokkur atriði sem fólk ber ber að taka alvarlega en svo er því miður alltof mikið á honum byggt á röngum forsendum, margar «spurningarnar» eru byggðar á því að lítill kringlóttur hlutur, kallaður «íslenska krónan» sé orsakavaldurinn, meðan bæði þú, ég og «Össur» og «Marel» og eiginlega allir sem nota það litla vit sem við fengum í vöggugjöf, vitum að er rangt, það er það hvernig farið er með þennann litla kringlótta hlut sem er vandinn, ekki krónan sjálf, að leysa það vandamál með því að gangast undir regluverk annarra þjóða, að ekki segja taka upp gjaldmiðil sem aðrir stýra algerlega, er það sama og að gefa upp vonina um að íslendingar geti lært að fara með peninga, sína krónu eða hvaða mynt sem er þessvegna, þar með erum við komnir að síðustu spurningunni á listanum, kannski er það spurningin sem þetta allt snýst um.
«Komumst við út úr höftunum hjálparlaust?“ undirritaður getur ekki svarað því, en sér að vegna deilna um einmitt „YS og ÞYS“ málin, er lítil von um þá samstöðu meðal þjóðarinnar sem til þarf, til að leysa bæði haftamálin og önnur álíka „hjáparlaust“.
Eitt atriði er það þó sem mér finnst „fólk flest“ vera upptekið af og þú velur að sneiða snyrtilega framhjá í listanum langa, og það er spurningin stóra, sem er aðalástæðan, (ásamt Meðalgöngumálinu að Icesave) fyrir því að aðildarviðræður eru stopp, nefnilega fiskveiði og hafréttaratriðið, þar heldur ESB spilunum þétt að brjósti sínu, meðan akkúrat það er kannski eitt mikilvægasta atriðið í öllu ferlinu.
En þegar upp er staðið og til kosninga gengið,þá eru það litlu hversdagslegu hlutirnir í lífi hvers og eins sem munu afgera útkomuna, um hvort „Viljum við taka þátt í EES til framtíðar?“ eða ganga í ESB og taka upp evru, að gera lítið úr því og kalla það „Ys og Þys“ útaf engu, sýnir frekar lítinn skilning á hvernig fólk flest hugsar.
„Hvernig veist þú það Kristján ?“ væri réttmæt spurning, þegar hér er komið, og henni svara ég með því að segja að mér er í fersku minni ESB aðildarferlið hér í Noregi, hvað „þeir lærðu“ býsnuðust yfir í fjölmiðlum, en ekki síður hvað fólk flest ræddi sín á milli á vinnustöðum, í boðum og öðrum samkomum, sé að það eru sömu „hversdagslegu“ grunngildin sem fólk er að tala um á Íslandi núna samfara aðildarferlinu sem (var) er í gangi þar.
En Gísli ! það eru einmitt grunngildin sem allir eru sammála um þegar upp er staðið „Back to Basic“ tryggja menntunina, heilsugæsluna og heilbrigðismálin, atvinnuna, almannatrygingarnar, öryggið bæði varðandi slysavarnir og afbrotamálin, uppvaxtarskilyrði barnanna ekki minnst, þessi listi getur líka verið lengri.
Allt þetta hafði Ísland, þegar lýðræðið virkaði og menn unnu saman þó deilt væri um áherslurnar, vissulega voru sveiflur, aflabrestur og rangar fjárfestingar, en hvenær misstu íslendingar endanlega (sem þjóð) stjórnina, jú þegar EES reglurnar gerðu það að verkum að bankar fengu fullt athafnafrelsi, á pappírnum flott mál, en í raun ekki, þar sem óprúttnum glæfragosum voru gefnar frjálsar hendur til að vaða um lönd og álfur í nafni þjóðarinnar, skuldsetja hana margfalt þjóðarframleiðsluna, og hlaupa svo til yfirvalda og heimta að dregið verði úr félagsmálum, skattar auknir og þrengt eins og hægt er að fólki til greiða skuldirnar og tapið, tapið sem oftar en ekki var ekki rauntap heldur „hjaðanaðar bólur“ þetta sama er að ske með Írland, Spán, Grikkland og nú síðast Portúgal, þessi lönd litu á ESB sem bjargvætt og leiðbeinanda við að kenna sér að fara með peninga, allt sem ESB gerir gagnvart þessum löndum í dag eru aðgerðir sem beinast að því að tryggja fjármagnseigendum eins mikið og kostur er af skuldum þessarra landa, sömu fjármagnseigendum og skapa og eru ástæðan fyrir kreppunum, ástæðan fyrir hruninu á Íslandi, það er ekki krónan íslenska, þessi litli kringlótti hlutur sem orsökin, hún er bara skífan á mælinum sem sýnir hvert óstjórnin er búin að fara með efnahagsmál íslendinga.
Ég hef trú á að íslendingar geti komist „Back to Basic“ hjálparlaust, en ekki fyrr en nógu margir sjá og hvetja til þess að leggja ófriðarmálin á ís, og beina kröftunum að því sem við öll erum í raun sammála um, ef við bara gæfum okkur tíma, hin leiðin er möguleg en ekki ákjósanleg.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 1.5.2012 kl. 13:08
Gísli minn, þú getur gleymt ESB. Andstæðingum fjölgar enda er ESB að afhjúpa sjálft sig hjálparlaust og held að áróðursmeistarar sambandsins hér á landi ættu að fylgjast betur með því sem þar er að gerast til að líta ekki út eins og bjánar við að mæra það.
Jón Óskar (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.