3.5.2012 | 10:28
Ekki slæmt..........
...þetta eru flottar tölur hjá Vestmannaeyjabæ. Sé að þarna er talað um að vera nánast skuldlaus við lánastofnanir 2016, þá kannski gerist það sem marga hefur dreymt um og fólki verður hreinlega borgað fyrir að búa hérna!!!!!!!
Svo er líka spurning hvort að bæjarálögur og gjöld lækki eitthvað í framhaldinu, það hlýtur að gefast olnbogarými til þess að gleðja bæjarbúa með því þegar reksturinn gengur svona áberandi ve!!!! Best að spyrja Berg út í þetta ef að maður hittir hann í ræktinni á eftir
Hagnaður hjá Vestmannaeyjabæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skattalækkanir hljóta að vera framundan. Er ekki verið að rukka hámarksútsvar í Eyjum ?
Jón Óskar (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 14:09
Jú Jón Óskar held að allt sé í hámarki hér, þess vegna velti ég þessu upp! það leiðréttir mig þá einhver ef þetta er rangt hjá mér
Gísli Foster Hjartarson, 3.5.2012 kl. 14:57
sveitarfélög sem ekki hafa hámarksútsvar fá ekki greitt úr jöfnunarsjóði. hversu mikið fær vestmannaeyjar úr jöfnunarsjóði? miðað við það sem ég veit um þetta fyrirbæri þá verður það ekki hægt að lækka útsvarið fyrr en bærin er skuldlaus, því þá fær hann ekki lengur neitt frá jöfnunarsjóði.
Fannar frá Rifi, 3.5.2012 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.