Snilldin ein svona rannsókn

Algjörlega innihaldslaus rannsókn. Ástæðan er einföld, ein ákvörðun sem dæmd er röng á t.d. 5 mínútu leiks myndi valda því að ekkert atvik sem átti sér stað eftir það í leiknum hefði orðið eins - einfallt en satt. En takið eftir því að það breytir því ekki að ég hef gaman af svona rannsóknum. Hvort sem niðurstaðan er rétt eða röng bara gaman að sjá hvað menn setjast yfir að skoða og hvaða útkomu menn fá. ...það er gaman af þessu og ég yrði ekki hissa þó einhver tapsár aðilinn myndi nota þetta liði sínu til varnar, á 2 eða 3ja bjór!!!

Er það samt ekki svo að þetta er partur af boltanum. Partur sem við höfum öll skoðun á og misgaman af. það er þessi mannlegi þáttur sem gerir leikinn skemmtilegri - er þó á því að menneigi að drífa í því að taka upp myndavélar sem dæma um hvort knötturinn fer yfir marklínuna eða ekki. Annað má halda sér.

Sá t.d. atvik í leik ÍBV og Brieðablika á fimmtudaginn, já veit að það er ekki enski boltinn. Einn af leikmönnum ÍBV tæklaði svo sannarlega og sýndi sólann svo ekki varð um villst. Dómarinn dæmdi á hann og sýndi honm með leikdrænum tilburðum af hverju hann dæmdi. Að sýna svona sólann er spjald - um það eru allir sammála ekki satt? Leikmaðurinn fékk ekki spjald samt. Kannski sem betur fer því seinna í leiknum fékk hann spjald fyrir svipaða tilburði og hefði því átt að fjúka útaf, ef allt hefði verið eðlilegt, en komst af velli með aðeins gult spjald. ....ekki viss um að margir hafi endilega tekið eftir þessu en þeta hefði getað breytt útkomu leiksins - ekki satt?


mbl.is Væri Man. Utd meistari með réttum dómum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Já Gísli, þetta er einmitt það sem gerir fótboltann svo skemmtilegan, þ.e.a.s. umræðan í kringum hann. Helvi.... dómarinn ef hann hefði ekki tekið af okkur vítið sem við áttum að fá, eða sleppt því að reka þennan eða hinn útaf, þá værum við í allt annari stöðu í dag. Af svona skapast umræðan, þess vegna finnst mér út í hött að fara að tæknivæða boltann hvort heldur er marklínu tækni eða annarskonar tækni. Fótboltinn á að vera í sinni upprunalegu mynd, mín skoðun.

Hjörtur Herbertsson, 12.5.2012 kl. 15:12

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

þín skoðun og á að sjálfsögðu fyllilega rétt á sér, eins og mín. Já kannski eigum viða ð fá að rífast áfram um mark eða ekki!!! en það er í raun það eins sem ég vil breyta. Ég vil reyndar líka fá að dæma menn í bann komi í ljós eitthvað fólskulegt sem aðeins næst á myndavél. En það er svo sem eitthvað sem menn hafa þegar innleitt víða, rétt eins og að draga úr refsingu komi í ljós að um alvarleg mistök hafi verið að ræða.

Gísli Foster Hjartarson, 12.5.2012 kl. 15:20

3 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Fótbolti er alls ekki 90 minútur... Heldur allar hinar minúturnar þess á milli...

-

Gary Linneker

-

Fótbolti er einfaldur leikur... Það eru ellefu á móti ellefu, einn dómari og einn bolti... Og svo vinna Þjóðverjar...!!!

-

Gary Linneker með enska landsliðinu eftir að hafa verið slegnir út í annað skiptið af Þjóðverjum á stórmóti...

Sævar Óli Helgason, 12.5.2012 kl. 17:56

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jú Gísli minn,ég er Bliki,en nenni samt ekki alltaf.

Helga Kristjánsdóttir, 13.5.2012 kl. 00:33

5 identicon

Thetta med hefdi og hefdi ekki tha vaeru hlutirnir hinsegin en ekki svona er ansi gamallt.Er thetta ekki bara kallad "Hairball"?Annars er 'eg samm'ala ther med myndavelarnar og serstaklega vaedandi bolabrogdin og 'othverrah'attinn.

Sigurdur V Gudjonsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband