Fagnaðarefni

Það er fagnaðarefni fyrir ÍBV að fá Erling til að taka við starfi meistara Árna Stefáns sem unnið hefur gott starf hér í Eyjum síðustu ár. Árni hverfur nú frá Eyjum og fer til starfa í höfuðstöðvum HSÍ í Reykjavík þar sem hann fær hið léttvæga hlutvert að vera útbreislustjóri HSÍ. Það held ég að HSÍ hefði ekki getað fengið betri mann til að reyna að bjarga handboltanum á landsvísu. Magnaður karakter Árni og einhver sem leggur sig alltaf 110% í þeim verkefnum sem að hann tekur að sér. Hans verður saknað hérna í Eyjum. En við grátum ekkert lengi á koddann því það að fá Erling heim er ekki amalegt. Erlingur eins og Árni einhver sem leggur sig 110% fram við þau verkefni sem hann tekur að sér. Því vænti ég þess að handboltinn haldi áfram að eflast hér í Eyjum á næstu árum.

Langar að þakka Árna fyrir hans starf og frábær kynni sem hafa bara batnað með árunum, og gera vonandi áfram þó hann, og Unnur, hafi flúið í land!!! Langar líka bjóða Erling og fjölskyldu velkomin heim - fengur af því að fá þau til baka. Vænti mikils af þeim og veit að ég verð ekki fyrir vonbrigðum.

Áfram ÍBV alltaf alls staðar og um alla eilífð

...og svona í framhjáhlaupi þá gladdist ég í morgun þegar ég labbaði í ræktina. Því í gegnum tónlistina heyrði ég einhvern kalla nafn mitt og leit yfir götuna og þar var einn meistarinn í viðbót Guðfinnur Kristmanns staddur ofan í holu þar sem hann var að byrja að leggja grun að nýju húsi!!! Já karlinn er að byggja hér á skerinu, þó þau séu ekki að fara að flytja hingað - ekki strax allavega - þá á að koma sér upp þaki yfir höfuðið á skerinu í suðri - glæsilegt


mbl.is Erlingur ráðinn þjálfari hjá ÍBV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.