28.5.2012 | 08:11
En hvað með.......
....öll stóru liðin sem voru að skoða hann? Fregnir hafa verið miklar um hin og þessi stærri lið sem áttu að vera að skoða hann. Ef þetta gengur í gegn verðum við þá ekki að trúa því að það hafi bara verið sögusagnir eins og er. Það kemur kannski eftir eitt ár í viðbót hjá Swansea. Held að það geri Gylfa gott ef þetta gengur í gegn og hann nær samkomulagi við Swansea um launakjör sín. Það er betra að vera stór fiskur í lítilli tjörn heldur en að vera síli í stórri tjörn. Stóri fiskurinn getur bætt á sig til að falla svo kannski síðar betur inn í umhverfið í stóru tjörninni.
Swansea semur við Hoffenheim um Gylfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hin afburða íslenska íþróttafréttamennska var í algleymingi yfir þessum látum varðandi Gylfa. Höddi Magg sá einhvern í júnæted treyju í stúkunni í leik Swansea og Liverpool og ályktaði að þar væri Sör Förguson í dulagervi að fylgjast með Gylfa.
Guðmundur Björn, 28.5.2012 kl. 11:06
hahahahaha - það er nú svo margt sem Höddi Magg sér sem aðrir hafa aldrei komið auga á!!!!
Gísli Foster Hjartarson, 28.5.2012 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.