Er Reykjavík borg?

Getum við flokkað Reykjavík sem borg? Gerir fólk erlendis það almennt? Er ekki svo viss. ...er samt ekkert viss um að Reykjavík væri nálægt toppnum í Evrópu.
mbl.is Dýrast að búa í Tókýó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég nam félagsfræði borga fyrir rúmlega hálfri öld í Vestur-Berlín, var stundum sagt, að borg hefði 100.000 íbúa eða fleiri. Vinsælla var þó að telja borg vera það ástand, þar sem enginn þekkir neinn og sérhver hefur það eins og honum þóknast, þarf ekki að sæta eftirliti nágranna. "Stadtluft macht frei" var sagt, "borgarloftið gerir yður frjálsa".

Jónas Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 16:44

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ætli skilgreiningin gæti ekki hafa breyst á þessum örfáu árum? Finnst hin skilgreining helvíti góð. Á vel við. Þetta er eitthvað sem að maður hugsar oft hérna af skerinu. Hvernig ætli manni liði þar sem enginn þekkti mann? Maður kæmi að búðarborðinu með hreint blað en ekki stimplað. Maður losnar nefnilega ekki vð stimpilinn í þessum smábæjum. Þar sem hver er ofan í öðrum. En samt segjum við að allir séu ofan í öllum í borginni en á annan hátt.

Gísli Foster Hjartarson, 12.6.2012 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.