Hvað er að frétta?

Hver var að skrifa þessa grein? Metnaður Mbl.is sífellt á niðurleið. Lesið greinina hérna aftur.

Mest selda dagblað Evrópu sló heimsmet í dag, en þýska blaðið „Bild“ var prentað í 41 milljónum eintaka. Sérstakri útgáfu var dreift á 41 milljón heimili í Þýskalandi í dag, en útgáfunni var dreift frítt. Blaðið fagna 60 ára afmæli nú á dögunum.

„Ef við myndum stafla öllum eintökunum ofan á hvort annað, þá myndi staflinn ná 150 kílómetra upp í himininn,“ sögðu forsvarsmenn blaðsins.

Á hverjum degi lesa 12 milljónir manna blaðið, en eintakið kostar aðeins 110 krónur og kaupa um 3 milljónir manna blaðið á hverjum degi.

Aðeins dagblöð í Japan fá meiri lesningu en þýska blaðið.

....hvað er að frétta þarna?


mbl.is Slógu heimsmet í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Jamm...!

Og hvernig var með þetta sovéska Pravda hérna í denn...?

Ég veit þó að það lásu það nú fæstir af þeim sem það fengu þrátt fyrir mestu dreifingu allra fjölmiðla... Þá...! Það dagblað notuðu kommarnir helst til upphitunar, til uppkveikju, sem skeini eða sem sígarettupappír... Meira segja til einangrunar...

ÞAÐ er nokkuð pottþétt heimsmet... Sem margnýtanlegt og notsamlegt "dagblað..."

Sævar Óli Helgason, 23.6.2012 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.