Spot on....

Þarna hittir Lilja naglann á höfuðið.  Skortur á endurnýjun á sinn þátt í að traust á Alþingi er ekki betra. Endurnýjun ekki  gengið sem skyldi. Kannski líka skortur á hæfileikaríkara fólki. Það er oft sagt að þeir sem klókir eru bjóði sig ekki fram í svona störf þar sem skítkastið getur orðið meira en góðu hófi gegnir? Ég skal ekki segja - finnst nú fólk atað drullu ansi víða. Ég tel líka ða það sé kominn tími á hámarkssamfellda setu á Alþingi. 3 kjörtímabil í röð er yfirdrifið nóg. Svo eiga aðilar að draga sig í hlé eitt kjörtímabil en ef að þeir telja sig njóta þeirrar hylli sem til þarf þá geta þeir boðið sig fram aftur eftir það.

En það er hægt að vera með ýmsar vangaveltur í sambandi við allt þetta traust. Getur verið að traustið sé líka lítið af því að mörgum finnst að Alþingi hafi átt að redda þeim hinu og þessu? Jafnvel hjálpa fólki úr skuldasnörunni, sama hvort því sé bjargandi eða ekki? Á þá ekki jafnt að ganga yfir alla? Á þá ekki að skoða skuldasafnið mitt eins og önnur þó ég hafi kannski farið hægar í söfnun skulda en margur annar, en samt jafnvel dýpra í fenið en aðrir!

Með heiðarleika og hreinni framkomu öðlast fólk yfirleitt traust, það á við um þingmenn eins og aðra.


mbl.is Vantraustið vegna skorts á endurnýjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gísli Foster. Ég er sammála þér í þessum pistli. Lilja Mósesdóttir hefur ekki ennþá sýnt neitt annað en staðfestu, heiðarleika, velvilja og hæfileika. Fólk ætti að virða það í næstu kosningum, að þarna fer líklegast heiðarleg, vel menntuð og víðsýn persóna, sem lætur sér raunverulega annt um mannúð og velferð.

Ef ég rekst á að Lilja gangi bak orða sinna vísvitandi og viljandi, til að svíkja almenning, þá skipti ég um skoðun á henni. Peningar eru ekki allt, heldur heiðarleiki og traust. Þátttaka almennings er svo mikilvæg í baráttunni við að velja heiðarlegt og traust fólk, eftir sinni eigin réttlætiskennd og sannfæringu, en ekki auglýsingum og áróðri stjórnarflokka-fjölmiðlanna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.7.2012 kl. 13:23

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Gott að maður er ekki einn! Takk fyrir innlitið Anna Sigríður. Bestu kveðjur til þín

Gísli Foster Hjartarson, 4.7.2012 kl. 14:31

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gísli Foster. Þú ert síður en svo einn, en það eru því miður ekki nógu margir sem þora að standa frekar með heiðarleikanum heldur en spillingunni. Það bjargar enginn afkomendum sínum á Íslandi né annarsstaðar í veröldinni, ef fólk skortir sálar/siðferðisþrek/siðferðisskilning og kjark til að standa heilshugar og af réttlætistilfinningu við sínar fullyrðingar um heiðarleika.

Traust er hvorki hægt að selja né kaupa með peningum. Traust er ekki hægt að meta til veraldlegra auðæfa/fjár. Traust er ómetanlegt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.7.2012 kl. 17:17

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Ég styð Lilju Móa....þekki hana og hennar fólk,ekkert nema heiðarleikinn og velvilji gangavart náunganum...

Já Anna Sigríður vonandi mun fólk kjósa þetta sem Lilja hefur sýnt af sér...ég mun gera það...ekki mun minn flokkur breyta sér að neinu gagni...

Halldór Jóhannsson, 5.7.2012 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.