1.9.2012 | 09:24
En hvað ef.....
... SVN ætlar að hafa um reksturinn í gegnum fyrirtæki sem gerir út frá Eyjum? Jafnvel landar í Eyjum, áhafnir frá Eyjum? Þá gilda varla reglur um forkaupsrétt. VIlja mmenn kannski banna fólki að koma til bæjarfélagsins og gera út eða kaupa fyrirtæki? SVN búin að gefa það út að hún ætli að gera út frá Eyjum. Er þetta upphlaup með að vilja kaupa kvótann þá ekki bara til einskins - kvótinn ekkert að fara úr bænum, eins og er!!!!
Ganagi Elliða og þeim vel í að verja kvótann eigi hann að fara úr bænum.
Útgerðir í Eyjum vilja kaupa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Gísli. Mig langar að segja þér frá því að fyrir nokkuð mörgum árum voru Glettingur í Þorlákshöfn og Hraðfrystirhús Stokkseyrar sameinuð í fyrirtæki sem hét Árnes.Við sameininguna var lofað að áfram yrði fiskvinnsla á Stokkseyri.Blekið var varla þornað á pappírunum þegar það var búið að svíkja Stokkseyringa kvótinn og fiskvinnslan farin burt úr bænum.Svo það er eins gott að hafa vaðið fyrir neðan sig. Kveðja.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 1.9.2012 kl. 10:11
Sennilega rétt hjá Gísla. Er ekki essi ,,forkaupsréttur" meira svon uppá punkt? Eða hugsanlega leyfar af einhverjum eldri lögum.
því eins og Gísli bendir á, þá er alveg hægt að hafa fyrirkomulag á þessum rekstri se, fer í hringum lögin um forkaupsrétt.
þ.e.a.s. að Samherju getur alveg haft þetta Bergs-Hugin félg í Eyjum og snuddað í kringum dæmið þar. Allavega fyrst um sinn. þó í framhaldinu kvótinn færist líklega annað. Að Bergur-Huginn er aðallega í bolfiski og seldi á erlenda markaði og átti enga landvinnslu. Upplagt fyrir Samherja að nýta þennan kvóta og vinna einhversstaðar annarsstaðar. Hagræða sem kallað er.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.9.2012 kl. 12:55
Marteinn, væntanlega faðir tuðrusparkarans knáa ;)
Já ég man eftir þessum gjörningum, Svo tóku Eyjamenn þetta að einhverju leyti til sín seinna meir í einhverjum færslum frá Þorla´kshöfn - man samt ekki hvort það var sama fyrirtækið. En er alveg sammála þér að menn eiga að hafa vaðið fyrir neðan sig - svo sannarlega - finnst bara óþarfi að mála skrattann á vegginn strax.
Já Ómar Bjarki skip Bergs-Hugins hafa verið dugleg að senda aflan erlendis eða annað til vinnslu - þó eitthvað hafi að sjálfsögðu komið í land hér - sé fyrir mér að þetta gæti alveg orðið svoleiðis áfram. En pottþétt munu þessi skip eitthvað landa fyrir austan. ....hægt og rólega gæti þetta færst og því eins og Marteinn segir er rétt að hafa vaðið fyrir neðan sig.
Gísli Foster Hjartarson, 1.9.2012 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.