5.9.2012 | 12:39
Forvitnilegt mál.
Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr þessu. Hver verður framvinda mála. Getur byggðarlagið stöðvað þetta? Hundsa menn það? Er kvótinn að fara úr bænum?
Verð nú samt að segja að það kemur mér ekkert á óvart að fyrirtækið hafi verið selt. Held að það komi ekki svo mörgum á óvart sem til þekkja í þessum bransa. Held að það hljóti margir að hafa skoðað stöðu Bergs-Hugins sem eru í útgerð. Menn vissu að Landsbankinn var þarna stór hluthafi. Menn vita líka að útgerðarþátturinn er góður en menn vissu að eigandinn var á margan hátt í hlekkjum bankans. Þetta er svo væntanlega bara spurning um að vera á tánum, og ota sínum tota, og svo spurning um krónur og aura ef þú nærð tali af eiganda. EN það er náttúrulega samt ekki nóg ef menn hafa jafnvel bara viljað selja ákveðnum aðilum fyrirtækið - þá eru krónan og aurinn ekki alltaf nóg.
Fullt af spurningum sem þarf að fá svör við en......
Hvað gerist ef t.d. Síldavinnslan ætlar að gera þessi skip út frá Eyjum og vera jafnvel með lítið útgerðarfyrirtæki sem þeir reka héðan? þá þarf varla að koma til einhvers forkaupsréttar því kvótinn er ekki að fara neitt. - Er ekkert að segja að þetta verði svona bara velta þessu upp.
![]() |
Vestmannaeyjabær vill fá svar fyrir föstudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.