6.9.2012 | 17:59
Nú byrjar fjörið!!!
Roy vinur minn tók við liðinu þegar það var komið í úrslit á EM. Nú er það ævintýri allt komið í sögubækurnar og keppnin minningin ein. Nú byrjar fjörið hjá honum, nú fyrst byrjar pressan. Það verður engin miskunn hjá bresku pressunni og þjóðinni núna frekar en fyrri daginn. Það er nú sem fyrr ekki sá skilningur alltaf til staðar að liðið sé kannski bara ekki betra en það sýnir. Það er ekki eins og liðið sé alltaf að spila undir getu, ár eftir ár, mót eftir mót. Menn hljóta að fara að kaupa það fyrir alvöru að þeir eru ekki á meðal 3ja bestu liða heims, já og ekki einu sinni 3ja bestu í Evrópu. Hlakka til að sjá hvernig þetta gengur hjá vini mínum.
Gerrard: Þurfum að vera þolinmóðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.