Ekkert helvítis hik - Allir til Noregs

Þetta er ekki flókið til hvers að hanga hér í þessu volæði ef svona miklu miklu betri kjör eru annarsstaðar?  ....bara skella sér í ævintýrið og njóta. .....hvað gerist ef allir hóta að fara?

....svo er líka til önnur leið sem er kannski ekki svo vitlaus og það er að biðja Norðmenn að taka okkur bara yfir. Við erum eiginlega of smá eining til að standa á eigin fótum. Þetta verða alltaf hálfgerðir brauðfætur. Fáum Norðmenn til að taka okkur yfir - það held ég að væri þjóðráð. Allavega styð ég þá tillögu - en þú?


mbl.is 4-6 sinnum hærri laun í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæstlaunuðu hópar samfélagsins hafa löngum kvartað og kveinað yfir lágum launum, þar sem þeir vita af stéttarbræðrum erlendis með hærri laun. Læknar, flugstjórar, flugumferðarstjórir eru dæmi um slíka frekju hópa.

Það verður alltaf hægt að finna einhverja hópa í útlandinu sem sinna sama starfi og með hærri laun. Mun auðveldara er samt að finna kollega með mun lægri laun, en það er látið eins og að þeir séu ekki til.

Sonur minn sem er læknir í Grikklandi væri svo sannarlega ánægður með laun íslenskra lækna.

En af hverju bera læknar sig ekki saman við akademikar í raungreinum með lægri laun. Hvaða laun hafa t.d. stærðfræðingar, eðlisfræðingar eða efnafræðingar á Íslandi. Námið er ekki styttra en hjá læknum, jafnvel lengra og í mörgum tilfellum erfiðar.

Akademikar, sem hafa örfáum árum eftir Davíðshrunið um og yfir milljón í tekjur á mánuði, hafa enga ástæðu til þess að þess að vera í fílu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 13:25

2 identicon

Grunnlaun sérfræði læknis á Íslandi verða að hámarki rúmlega 650.000 á mánuði. Eftir 7 ára grunnnám og á bilinu 5-15 ára sérfræðinám má vel ímynda sér að menn séu ósáttir við sinn hlut. Sér í lagi þegar viðkomandi ynnir af hendi jafn eftirsóttri þjónustu og læknisþjónusta er. Ekki er hægt að horfa í launatölur einar og sér heldur verður að horfa til vinnutíma, vinnuaðstöðu ofl. Þar telja íslenskir læknar sig vera miklir eftirbátar samanburða þjóða.

 Ef það á svo enn og aftur að bera saman fólk, sem hefur haft skertar tekjur í ca. 12-14 ár að jafnaði, við einstaklinga sem hafa allan þann tíma unnið fulla vinnu þá er sá samanburður einfaldlega ósanngjarn. Einstaklingur sem hefur lokið þetta löngu námi og frestað tekjuöflun sinni sem því nemur hann þarf einfaldlega að hafa verulega há laun til að ná þeim sem hafa unnið þennan tíma.

Blahh (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 14:13

3 identicon

Blahh, þessar skertu tekjur lækna í námi eru bara skertar tekjur ef miðað er við ofurlaun. Verkamenn, sem þú virðist miða við, væru mjög sáttir við þessi "skertu" laun. Reyndu að vera sanngjarn og heiðarlegur í því sem þú segir.

ÓP (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 14:59

4 identicon

Eins og ég sagði áðan getur þú ekki borið saman laun fyrir vinnu sem krefst mikillar menntunar og sérhæfingar (auk þess sem þú tekur ábyrgð á lífi fólks um stund) og laun ómenntaðs verkamenns. Hvernig væri að þú reyndir að vera sanngjarn og heiðarlegur?

 Mánaðarlaun eftir 4 ára háskólanám í læknisfræði eru ca. 270.000 krónur. Þessar tekjur hafa læknanemar 3 mánuði ársins eða þar um bil. Þetta gera árstekjur upp á 810 þús. krónur sem gerir meðal mánaðarlaun upp á 67.500 krónur. Eru það virkilega ekki skertar tekjur nema m.v. einhvers konar ofurlaun? Og ég spyr aftur, hvernig væri að þú reyndir að vera sanngjarn og heiðarlegur?

Blahh (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 15:40

5 identicon

Margar stéttir bera ábyrgð á lífi fólks í sínu starfi. Má þar t.d. nefna fólksfluttningabílstjóra. Grunnlaun þeirra ná ekki 270.000 kr. á mánuði - eru sennilega nær 200.000 kr.. Þetta eru því ekki góð rök hjá Blahh fyrir því að læknar séu á margföldum launum. Svo finnst mér það vera villandi að Blahh talar um skertar tekjur í 12-14 ár og miðar þá skerðingu svo við 4. árs nema í læknisfræði. Sanngjarnara er að miða við meðaltekjurnar ÖLL 12-14 árin, ekki rétt?

ÓP (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 18:34

6 identicon

Nú er rétt að taka fram að ég er ekki læknisfræðimenntaður og hef því enga beina hagsmuni af því að læknar fái há laun. Mér ofbýður einfaldlega þetta hatur á menntun og einfölduð umræða þar sem horft er í krónur og aura en ekki menntun, reynslu og ábyrgð.

Með fullri virðingu fyrir fólksflutningabílstjórum þá er meiraprófið eilítið styttra en læknisfræði námið og á lægra stigi í menntakerfinu. Að auki hlýtur að teljast ólíklegra að lenda í banaslysi í umferðinni en að mikið slasaður sjúklingur deyi í aðgerð. Svo dæmi sé tekið. Þetta eru þess vegna fullkomlega valid rök fyrir því að læknar eru á háum launum. Það þarf einfaldlega að vera einhver hvati fyrir fólk til að leggjast í þetta langt nám.

Ég talaði aldrei um að tekjur fjórða ársins næðu yfir öll 12-14 árin. Það er þín eigin ályktun. Hins vegar hækka laun í þessum geira hægt með meiri reynslu og þekkingu, rétt eins og á öðrum sviðum opinbera geirans (má t.a.m. nefna hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, kennara o.s.frv.). Þar sem ég er (því miður) að þræta á netinu, ætla ég ekki að leggjast í ítarlegra rannsóknarvinnu til að meta meðaltekjutap meðallæknanema yfir meðalnámstíma. Þetta var einungis til að gefa hugmynd um tekjutap á námstíma.

Loks er rétt að nefna það að læknar þurfa einfaldlega ekki að réttlæta há laun fyrir einum eða neinum. Þeim standa til boða betri kjör í öðrum löndum. Oft koma þeir aftur til Íslands þar sem ræturnar toga, fjölskyldan, vinirnir o.s.frv. Það er heppilegt fyrir okkur Íslendinga, því annars væri ekki mikið hér sem togaði í þetta hámenntaða fólk sem sinnir einhverjum þeim mikilvægustu störfum sem eru unnin á landinu.

Blahh (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 19:17

7 identicon

Blahh er kannski ekki að ná punktinum í þessu hjá mér. Blahh talar um tekjuskerðingu í 12-14 ár og miðar það við þá sem eru í fullri vinnu allan þann tíma og eru þá væntanlega ómenntaðir. Ég er bara að segja að meðaltekjur lækna þessi 12-14 ár eru kannski ekkert minni en þess sem er ekkert menntaður. Því er ekki hægt að tala um tekjuskerðingu vegna námsins nema að viðmiðið séu fullmenntaðir læknar á sínum ofurlaunum. En samkv. Blahh sjálfum er hann að m.v. ómenntað fólk sem hefur unnið alllan tímann og því ganga þessi rök Blahh ekki upp.

Varðandi ábyrgð lækna á sínum verkum þá má nefna að samkv. bandarískri rannsókn deyja árlega 200.000 sjúklingar vegna mistaka. Heimfært á Ísland væru það 200 manns m.v. höfðatölu. Hvernig sæta læknar ábyrgðar vegna þess? Hugsa að þessi tala væri lægri ef læknar sættu raunverulegri ábyrgð.

Nóg í bili frá mér.

ÓP (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 21:26

8 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Fínar vangaveltur hjá ykkur og það sér þetta hver með sínum augum, eins og allt annað. Nám er val og svo sannarlega hið besta mál. Menn vita oft hvað bíður þeirrra þegar þeir ljúka námi. Er læknastarfið að mörgu leyti ekki köllun? ;) ....það sagði nú einhver við mig í dag að það væri ekki alveg að marka þennan samanburð við Noreg þar sem læknar þar færu beint í einhvern einkabisness eða eitthvað svoleiðis - hlustaði ekki alveg nógu vel. En málið er að fiskvinnslufólk í Noregi er líka með mun hærri laun en kollegar þeirra hér. Það sem mér finnst sorglegast á Íslandi er að hér virðist en vera við lýði að fólk þurfi helst að vinna 24/7 til þess að eiga ofan í sig og á .....og svo er lífið bara búið. ...og þrátt fyrir alla þessa vinnutíma þá er vinnuframlag á Íslandi með því lægsta sem þekkist í hinum siðmenntaða heimi.

Gísli Foster Hjartarson, 21.9.2012 kl. 22:00

9 identicon

Það er líka dýrt að lifa í Noregi.

Nói stóri (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.