1500 dagar ......og ekki hættur

Fljótt er þetta að líða. Nú eru komnir 1500 dagar í röð með einni eða fleiri færslu á dag á moggablogginu (blog.is). - býður einhver betur? Það verður ekki boðið upp neitt sérstakt í tilefni dagsins, ekkert frekar en aðra daga í mínu lífi.

þetta voru bloggin daginn sem þessi martröð Íslensku þjóðarinnar byrjaði.

14.8.2008 | 20:17
Einar klink gengin aftur?

maður veltir því fyrir sér viðlestur slíkrar fréttar!! Kannski er þetta einhver fjarskyldur ættingi. EN mikið helvíti hefði ég viljað vera í bílaumboðinu þegar að kauði kom og borgaði fyrir gripinn - snilld

Greiddi nýjan bíl með smámynt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

14.8.2008 | 20:15
Tvennt fékk mig til að brosa

horfði á leikinn og ætla ekki að ræða hann mikið - mikill munur á þessum liðum eins og allir vita en tvennt var það sem að ég hjó eftir hjá þeim á Sýn:

Fyrst var það þegar Arnar Björnsson sagði að Marlon Harewood gæti verið góður leikmaður ef að hann legði sig fram!!! Hverslags vitleysa er verið að gera leikmanninum það að hann leggi sig ekki fram? Heldur hann virkilega að leikmaður eins og Harewood sé hjá Aston Villa af því að frændi hans selur leikskrár eða eitthvað álíka - hann er þarna á eigin verðleikum og ekkert annað og er þokklegur leikmaður á enskan úrveilsdeildarmælikvarða, ekki mikið meira en það.

Hitt fékk mig svo til að springa úr hlátri og það var þegar Hörður Magnússon FH-ingur tók viðtal við fyrirliða Aston Villa, danann Martin Laursen, og eftir stuttaralegar spurningar um leikinn þá kom snilldarspurningin: Sástu einhverja álitlega leikmenn, leikmenn sem vöktu áhuga þinn, í liði FH - hverslags grín er þetta, hélt að menn væru vandaðri en þetta í vinnu sinni!

FH - Aston Villa, 1:4, leik lokið

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)

14.8.2008 | 20:05
ha ha ha ha

...og allt er þetta fólk með það eitt að leiðarljósi að það er að vinna af heilum hug með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi - þetta er grín og þetta fólk á að skammast sín. Er ekki kominn tími til að taka til í pólitíkinni þarna í borginni, já og jafnvel mun víðar - ekki segja mér að þetta fólk séð ahugsa um annað en afturendann á sjálfum sér. Hvað hefur áunnist fyrir borgarbúa á þessu kjörtímabili?

Fjórir borgarstjórar á launum á árinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

14.8.2008 | 15:56
Spaugstofan í fríi, því miður,

en fulltrúar borgarbúa halda áfram að sulla í drullupollunum og skilja ekkert í því sem er að gerast við það - en mikil er fíknin í völd hjá þessu pólitíska fólki þarna á höfuðborgarsvæðinu - og svo segjist þetta fólk alltaf vera að veraj hagsmuni borgarbúa!!!! Ætli megnið af þessu liði sé að hugsa um nokkuð annað en rassgatið á sjálfu sér. ......ætli það sé gott að búa í Kópavogi í dag?

Ólafur vildi Tjarnarkvartett
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)

14.8.2008 | 14:15
Bjargar ný ferja byggðarlaginu?

Það verður gaman að sjá hvaða niðurstöðu menn fá úr þessu og hvort að tilboðum þesum verður gengið eður ei, þ.e.a.s. því sem menn telja álitlegast.

Stóra spurningin í mínum huga er hins vegar sú hvort að þessi ferja og höfnin sem byggja á hinu megin við sundið verða til þess að bjarga blessuðu byggðarlaginu úr þeim hremmingum sem að við erum svo sannarlega í. Við erum að mínu mati á ákveðinni endastöð með bæjarlífið og við höfum verið stött á þessari endastöð í þó nokkurn tíma en spurningin er í raun hvenær við förum af stað aftur? Það er ekki nóg að vera á endastöðinni og dokra við nú þurfum við að fara að taka stefnu útaf helvítis endastöðinni og koma okkur aftur á meðal fólks, en það virðist ætla að reynast okkur erfitt en er lífsnauðsynlegt til þess að halda velli í hinu daglega lífi og hleypa frekara lífi í fólk og fyrirtæki hér í bæ og vekja aftur þá trú á byggðarlaginu sem að fólk hafði áður en við lögðum af stað niður brekkuna fyrir einum 15 árum.

Þrjú tilboð bárust í nýjan Herjólf
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)

14.8.2008 | 14:06
einn heimur eitt flugfélag!!!

Nú fara skrefin að verða spennandi varðandi þessi flugfélög og þeirra rekstur - hversu lengi ætli við þurfum að bíð aþess að flugfélögin okkar verði komin þarna inn undir hjá einhverjum af eþssum félögum, eða kannski fyrst í eina sæng og svo undir stærri væng?

Samstarf flugfélaga um flug yfir Atlantshaf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

14.8.2008 | 12:52
Allt fyrir athyglina!

þetta er náttúrulega með ólíkindum, og manngarmurinn hlýtur að hafa verið orðið þreyttur í vinnunni fyrst að honum dettur þetta í hug. Í stað þess að segja upp þá er þetta hugmynd útaf fyrir sig!

......allt gert fyrir frægðina

Baðaði sig í vaskinum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

14.8.2008 | 12:49
Rollu(konu)þukl!!!!

Ég bíð bara eftir að heyra að boðið verði upp á Íslandsmótið í konuþukli, hef grun um að met þátttaka yrði, er í raun ekki í neinum vafa um þa. Mótið gæti farið fram á Austurvelli t.d. og þuklað yrði á sjálfboðaliðum - er ekki viss um að konu ryrðu ánægður ef að þær yrðu bara boðaðar í þukl og hefðu ekkert um það að segja! Jújú eflasut finnst þeim flestum got að láta þukla aðeins á sér en er ekki viss um að þær yrðu allar sáttar ef að einir 2000 karlmenn væru í röð og byðu þess að þukla á þeim

Keppt í hrútaþukli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

14.8.2008 | 12:46
Er ekki hægt að....

...bjóða bara reksturinn út? Örugglega einhverjir til í að taka það að sér að reka þetta sómasamlega fyrir góðan pening og borgarbúar losna við allt þetta helvítis rugl sem virðist vra í ganga þarna ....endalaust.

Hlakka til að sjá hvernig auglýsingin kemur til með að hljóða.

Óvissa um meirihlutann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

14.8.2008 | 12:34
Spurningin er bara.....

...hvaða kraft Aston Villa setur í leikinn - vil ég meina - það er held ég ekki spurning um hvort liðið fer áfram, en það er spurning hvort að það hennti AstonVilla að fara héðan með stóran sigur á bakinu upp á að viðhalda áhuga á seinni leiknum - taka þeir þetta ekki bara 1-0 en rúlla svo yfir FH heima fyrir framan sitt fólk?

Heimir Guðjónsson: Fyrstu 20 mínúturnar mjög mikilvægar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband