28.9.2012 | 09:38
Kraftur í Skagamönnum
Það vantar ekki að það er ekki lognmolla í kringum Vilhjálm Birgisson. Lýst vvel á þetta hjá honum og félögum hans og það verður gaman að fylgjast með þessari baráttu. Kannski hoppa fleiri á vagninn með þeim á næstu vikum og vilja taka þátt í þessu með þeim. ...vel gert
Ætlar í mál vegna verðtryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 1347799
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- vkb
- hector
- svenko
- rocco22
- nautabaninn
- austri
- gislisig
- skari
- kristinn-karl
- eyjapeyji
- maggibraga
- kjartanvido
- gretaro
- nafar
- bgunnars
- don
- hallarut
- smarijokull
- helgigunnars
- nesirokk
- baldis
- ews
- bjarnihardar
- vga
- nkosi
- sjonsson
- valurstef
- sveinni
- einarben
- kuriguri
- sigthora
- sokrates
- perlan
- swaage
- kristleifur
- gebbo
- eyja-vala
- iceman
- skari60
- frisk
- einarlee
- peturorri
- hemmi
- gudni-is
- bjarnifreyr
- betareynis
- saethorhelgi
- malacai
- nutima
- ornsh
- gotusmidjan
- lucas
- nbablogg
- sigurduringi
- gumson
- gattin
- savar
- blindur
- hordurhalldorsson
- reynir
- topplistinn
- johannesthor
- ansigu
- minos
- tbs
- hafthorb
- frekna
- tannibowie
- svei
- gp
- bookiceland
- solvi70
- ragnaro
- seinars
- skagstrendingur
- sonurhafsins
- elinerna
- ahi
Athugasemdir
Orðaleikur getur verið skemmtilegur. Til dæmis segir; " Það sér hvert einasta mannsbarn hverslags miskunnarlaust óréttlæti það er að varpa allri ábyrgð verðtryggingarinnar á skuldsett heimili á meðan lánveitendur eru tryggðir í bak og fyrir.“ En með smá breytingu þar sem sjónarhornið er örlítið annað verður setningin;" Það sér hvert einasta mannsbarn hverslags miskunnarlaust óréttlæti það er að ætla að varpa ábyrgð verðtryggingarinnar á sparnað og lífeyri landsmanna en tryggja lántaka í bak og fyrir.“
Eins er ætíð bráðfyndið þegar vörnin byggist á "Við erum fæðingarhálfvitar sem ættu ekki að hafa fjárráð og eigum þess vegna ekki að bera ábyrgð á eða bera skaðan af lántökum okkar. Helst ættum við að vera vistuð í vernduðu umhverfi". Ótakmarkað hve lágt fólk er tilbúið til að leggjast til að koma sér undan því að borga skuldir sínar.
sigkja (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 18:42
Sigkja, þú ert með orðaleik. Hvernig væri nú að finna lausn á þessu þannig að allir geti verið sáttir. Ég er til dæmis ekki til í að bæta lífeyrisþega það upp þegar tóbak hækkar í verði. Ég reyki ekki en þarf að blæða fyrir það í íbúðaláni mínu. Ég vinn allan daginn baki brotnu fyrir þessu verðtryggðu okurlánum og eignast ekkert með þessu áframhaldi. Báðir verða kannski að gefa eftir. Einnig væri hægt að breyta verðtryggingunni. Það er fáránlegt að mæla verð á jakkafötum í dýrustu búðinni í bænum þegar flestir hafa ekki efni á þeim fatnaði. Líka finnst mér hjákátlegt að þurfa að bæta Landsbankanum það upp þegar Steingrími J hugnast að hækka kolefnagjaldið á bensín. O.s.frv... Þetta er rugl og það ekkert skylt við að það vilja ekki borga skuldir sínar!!!!! Ég og fleiri hafa borgað skuldir okkar margfalt til baka í gegnum árin. Það er nóg komið af þessari mismunun.
Margret S (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 19:56
En Margret, það sem þú fékkst lánað voru verðmæti viss magns af tóbaki, bensíni, jakkafötum, brauði o.fl. og þú samþykktir að endurgreiða sömu verðmæti. Þú ert ekki að bæta neinum upp eitthvað þú ert að skila sömu verðmætum og þú fékkst lánuð. Ellilífeyrisþeginn sem lánaði þér sér enga ástæðu til að gefa þér hluta af sínum ellilífeyri bara vegna þess að laun þín duga ekki lengur eins vel fyrir því sem þú tókst að láni. Þetta eru þau verðmæti sem þú skuldar og ef þú ert mótfallin því núna að borga þá heitir það einfaldlega að vilja ekki borga skuldir sínar.
sigkja (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 20:32
Sigkja þetta er nú með því daprara sem ég hef heyrt - því þarf eþtta kerfi hér þegar þetta lýðst vart á öðru byggðu bóli? Hvaða rugl er það að þegar ég keypti húsið mitt fyrir tæpum 15 árum voru afborganirnar af húsnæðisláninu mínu tæpar 38 þús á mánuði en eru í dag um 75 þúsund á mánuði og lækkunin á láninu sáralítil.. Vinur minn í Englangdi tók láná svipuðum tíma borgaði x háa pundatölu á ma´nuði af áninu og núna 12 árum síðar borgar hann en bara sömu tölu og lánið hefur lækkað heldur betur. Hvernig eiga heimili að skipuleggja sig þegar lán eru sett á flott með þessum eiginleikum? Það er fyrir löngu kominn tími á að taka þetta upp og ræða á vitrænum grunni. Það er eins og fólki sé ætlað að vera þrælar allt sitt líf. En taktu eftir ég er að tala um lán af húsnæði. lán til eyðsæu í annað en húsnæði mega vel bera önnur og verri kjör en lán til húsnæðiskaupa sem fólk burðast með í 25-40 ár eiga að vera með því besta og ytuggasta sem hægt er að fá lánað ertu ekki sammála því? Ég stend en í skilummeð mín lán, ég missti mig ekki fyrir hrun en svo mikið er víst að sífellt verður erfiðara að láta enda ná saman þó svo að við höfum skorið nokkuð vel niður hjá okkur.
Gísli Foster Hjartarson, 28.9.2012 kl. 23:21
SigKja þetta er dapurt já. Ég er með lán hjá nýja Landsbankanum sem fékk lánasafnið á c.a. 60% afslætti þegar okurlánin voru flutt þangað yfir. Það er enginn öryrki eða ellilífeyrisþegi að tapa neinu á mér eða öðrum íbúðalánaskuldurum í föllnu bönkunum. Það er bara ég sem tapa og erlendir kröfuhafar fá það sem ég strita fyrir. Þetta þykir þér auðvitað réttlæti? En bankarnir sýna núna methagnað og þú getur glaðst yfir því að Landsbankinn er að fara að borga bónusa aftur. 2007??? Mér þykir ekki skemmtilegt þegar verið er að væna venjulegt vinnulúið fólk sem stritar fyrir okurlánum um að ræna ellilífeyrisþega. Það er ekki gott að etja saman kynslóðum eins og þú og ASÍ menn eru að gera. Margir ellilífeyrisþegar í dag hafa ALDREI greitt í lífeyrissjóð. Þáð veist þú eins vel og ég. Ríkisstjórnin sendir íbúðalánaskuldurum fingurinn með því að hækka sífellt skatta á vörur til að skrúfa upp lánin. Ég hef fengið nóg. Og hef aldrei fengið neitt upp í hendurnar, heldur unnið í áratugi og ALLTAF borgað í lífeyrissjóð.
Margret S (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 23:57
1997 Kostaði íbúð í Maríubakka 6 milljónir en í dag kostar sú íbúð 19 milljónir. Laun hafa einnig hækkað á þessum 15 árum þannig að Gísli er í dag að greiða hlutfallslega minna en ef allt verðlag og laun hefðu staðið í stað. Sértu í sömu vinnu með sama tímafjölda þá ert þú núna að greiða lægra hlutfall af þínum launum en 1997. Þannig að þú ert ekki að tapa neinu þó ýmislegt hafi gert þér erfiðara fyrir en ella að standa í skilum. Svo mætti benda á það að sé sá á Englandi að borga sömu upphæð í pundum þá hefur upphæðin hækkað umtalsvert í krónum talið.
Hvort kröfuhafar eru erlendir eða íslenskir lífeyrissjóðseigendur kemur greiðsluskyldu ekkert við. Þó mörgum Íslendingum þyki það hið sjálfsagðasta mál að stela frá útlendingum þá fær fólk seint undanþágu frá greiðslu skulda vegna eignarhalds útlendinga. Jafnvel þó þeir dirfist að reka fyrirtæki sem skilar hagnaði. Og í þessu máli væru það lífeyrissjóðirnir og íbúðarlánasjóður sem fengju stærsta skellinn. Það þýðir einfaldlega skattfé í íbúðarlánasjóð og skert réttindi allra sem eiga eitthvað í lífeyrissjóði.
Margret þú hefur unnið í áratugi og alltaf borgað í lífeyrissjóð. Vilt þú að þinn lífeyrissjóður gefi einhverjum verðmæti þess sem þú hefur greitt síðustu 10-15 ár? Hvaða áhrif telur þú að það hafi á greiðslur til þín í ellinni? Ert þú tilbúinn til að sætta þig við 25-50% lægri greiðslur síðustu ca. 20 ár æfinnar vegna þess að fólk heimtar að bera ekki ábyrgð á lántökum sínum?
Það er nefnilega hinn mesti misskilningur að halda að þarna sé ekki verið að tala um hver fær að eyða ykkar peningum. Þið eða lántakendur, því þið eruð lánveitendurnir, þetta eru ykkar peningar, ykkar sparnaður, ykkar skattar.
Þið gætuð, vegna þess að lífeyrissjóðirnir geta ekkert gert nema með heimild sjóðsfélaga, sent ykkar lífeyrissjóði vottaða pappíra þar sem þið afsalið ykkur helmingi lífeyrisréttinda svo lífeyrissjóðurinn geti hafið "leiðréttinguna".
sigkja (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 01:23
Það varð bankahrun á Íslandi. Það varð algjör forsendubrestur. Mjög margir hafa lækkað verulega í launum á undanförnum árum. Þrátt fyrir afborganir upp á 100 þúsund á mánuði að meðaltali hefur 17 milljón króna lán tekið haustið 2005 hækkað í rúmar 27 milljónir. Ég er að tala um eign þar sem sparað var fyrir útborgun í fjöldamörg ár og sú útborgun er meira en farin. Það finnst mörgum sjálfsagt að fórna heimilum landmanna fyrir fjármagnseigendur en það finnst mér ekki. Engin þjóð hefur boðið sínu fólki upp á þetta í kreppu. Í Bandaríkjunum margfaldaðist húsnæðisverð frá 1980 til 2007. Samt borgaði almenningur alltaf fasta lága vexti. Alls staðar í heiminum sveiflast húsnæðisverð mjög mikið. En það er ekki talið sjálfsagt að bæta einhverjum það upp. Heimurinn er öðruvísi en Ísland, það er sannarlega rétt. En þú varst greinilega heppinn og keyptir á "réttum" tíma og hækkun á sígarettum og bensíni kemur ekki eins harkalega niður á þer og þeim sem voru ekki svona ljónheppnir. Góðar stundir.
Margret S (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 12:07
Margret, ef þú kaupir þegar húsnæðisverð er í hæstu hæðum og lækkar síðan í launum auk þess sem húsnæðisverðið lækkar þá er ekki við þann sem lánaði þér að sakast og ástæðulaust að hann beri skaða af þinni óheppni. Alls staðar í heiminum sveiflast húsnæðisverð mjög mikið og fólk lækkar í launum og missir húsnæði. Það er nefnilega hvergi talið sjálfsagt að lántakendur beri ekki neina ábyrgð og lánveitandi taki á sig skakkaföll lántaka. Ég sé ekki neina ástæðu til þess að greiða hærri skatta og eiga minna í ellini bara svo þú getir setið róleg í fína húsinu sem þú hefur ekki lengur efni á.
sigkja (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.