en kvótakerfið hefur ekki gert það?

Maður spyr sig aftur og aftur. Útgerðum hefur fækkað stöðugt í fjölda ára. Einingarnar verða stærri og stærri. Er eitthvað að því? Við erum bara 300 þúsund getum við ætlast til þess að hafa þúsundir arðbærra útgerða? Verðum við ekki stundum að kyngja smæðinni og takast á við lífið þannig? En er þá ekki líka í góðu lagi að fyrirtæki sem skila jafnvel milljörðum í hagnað eftir öll útgjöld, sem rekstrinum tilheyra, skili meira til samfélagsins? Þau eru jú að nýta auðlind sem þjóðin á, eigum við þá ekki að fá stærri sneið af kökunni? Jújú menn seilast ansi langt, í raun fáránlega en hvar eru útspilin á móti að hálfu útgerðarmanna? 

Hvernig stendur á því að kvotaverð er svona fáránlega hátt? Eiga Steinþór og félagar ekki sinn þátt í því, menn eiga kannski að líta sér nær þegar þeir tala um að sumir týni lífi útaf aðgerðum annarra. Steinþóri og félögum hefur nú leiðst að taka veð í einhverju sem útgerðarmaðurinn á ekki og syndir um í sjónum og á þann hátt sett snöru um háls þessara ágætu manna. Það er með Steinþór eins og flesta aðra hann hugsar fyrst og fremst um rassgatið á sjálfum sér en ekki heildarmyndina. Hann veit að hann fýkur ef ekki ganga þessi veð, sem hann tók, eftir.

 


mbl.is Veiðigjöldin munu fækka útgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.